Wednesday, July 24, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentFjórða tapið í röð hjá Tuivasa

Fjórða tapið í röð hjá Tuivasa

Tai Tuivasa og Marcin Tybura mættust um eitt leytið í nótt. Tuivasa er hrikalega vinsæll meðal UFC aðdáenda og hefur gert það að sínu kennimerki að fá aðdáendur til að drekka bjór úr skónum sínum. Að drekka bjór úr skónum sínum er skemmtileg athöfn til að fagna sigri Tuivasa, en aðdáendur hans eru orðnir ansi þurrir. Tuivasa þurfti nefnilega að sætta sig við fjórða tapið í röð í nótt.

Bardaginn var frekar jafn til að byrja með og var alveg eins og við mátti búast. Hann einkenndist af villtum og þungum höggum og mikilli vinnslu. Það lá í loftinu að þetta tæki fljótt af. Tuivasa lenti góðum olnboga á Tybura snemma í bardaganum og fékk Tybura skurð í kjölfarið. Tybura tókst að leiða bardagann niður í gólfið og virkaði Tuivasa þar eins og þorskur á þurru landi. Tybura refsaði honum með höggum í ground N pound áður en hann setti svo upp rear naked choke og kláraði bardagann þar þegar rétt tæp 1 mínúta var eftir af fyrstu lotu. 

Súr dagur fyrir aðdáendur Tuivasa, en góður sigur hjá Tybura.

RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular