Friday, June 21, 2024
spot_img
HomeBoxNæsti bardagi Valgerðar í beinni á UFC Fightpass

Næsti bardagi Valgerðar í beinni á UFC Fightpass

Valgerður Guðsteinsdóttir, atvinnukona í hnefaleikum, mætir aftur í hringinn 24. maí nk. á River Cree spilavítinu í Edmonton, Alberta í Kanada.

Valgerður mun þar mæta heimamanni en hin 32 ára gamla Jordan Dobie kemur frá Edmonton. Dobie hefur unnið alla 4 atvinnumanna bardaga sína, núna síðast í janúar, en atvinnumanna ferill hennar hóftst fyrir minna en einu og hálfu ári. Hún hefur þó mikla reynslu og hefur orðið heimsmeistari í Muay Thai.

Valgerður barðist síðast 9. september í fyrra en hún tók 2 bardaga á árinu og sigraði þá báða, þann fyrri á rothöggi. Að sögn Valgerðar fara æfingabúðirnar vel ef stað en gengið var frá samningamálum í liðinni viku og þá hafi undirbúningsvinnan strax hafist.

Valgerður segist spennt fyrir andstæðingnum og er ánægð með Unified hnefaleika samtökin í Kanada að gefa sér svona góðan fyrirvara en hún hefur núna 10 vikur til að undirbúa sig. Þá hefur hún líka góðan tíma til þess að finna styrktaraðila því mikill kostnaður fylgir atvinnu hnefaleika mennsku, sérstaklega þar sem atvinnu hnefaleikar eru bannaðir með lögum á Íslandi.

Þeir sem hafa áhuga á að styðja Valgerði geta haft samband í gegnum valgerdurstrongboxing@gmail.com eða í gegnum instagram: @valgerdurgud

Bardaginn á sér stað á bardagakvöldi hjá Unified Boxing Promotions og verður streymt í beinni á UFC Fightpass. Kimbo Slice Jr., sonur hins goðsagnakennda götuslagsmála bardagakappa, mun einnig berjast á sama kvöldi og verður áhugavert að fylgjast með hvort önnur þekkt nöfn eigi eftir að bætast við dagskrána.

RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular