spot_img
Tuesday, December 10, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeBoxPaul kallar út Pereira, McGregor segist ætla reka Perry úr BKFC

Paul kallar út Pereira, McGregor segist ætla reka Perry úr BKFC

Jake Paul og Mike Perry mættust í nótt í hnefaleikaviðureign sem endaði með sigri “vandræðabarnsins” Jake Paul. Úrslitin réðust í 6. lotu á rothöggi en Jake Paul hafði áður slegið Perry niður strax í 1. lotu.

Jake byrjaði bardagann af krafti og átti mjög þungt skrokkshögg strax eftir örskamma stund og sló svo Perry niður með yfirhandarhöggi en mögulega hrasaði Perry smá sem varð til þess að hann féll, frekar en að höggið hafi verið svo þungt.
Paul kom Perry aftur í vandræði í 4. lotu þegar hann virðist ná honum úr jafnvægi með stífri stungu, hann smellhitti svo frábæru vinstri króks/hægri upphöggs fléttu stuttu seinna og var ekki langt frá því að enda kvöldið þar.

Í 6. lotu nær Paul honum með vinstri krók (check hook) sem tekur Perry úr jafnvægi og fylgir eftir með fullt af höggum og á endanum smellhittir hann með hægri hendinni og niður fer Perry. Perry stendur á fætur fyrir talninguna en var ekki í jafnvægi, dómarinn hafði séð nóg og veifaði bardagann af.

Jake Paul kallaði út Alex Pereira eftir sigurinn. Pereira hefur sjálfur sagst vera opinn fyrir því að keppa í hnefaleikum og Paul vill ólmur mæta öllum helstu stjörnunum úr MMA heiminum og segist ætla að afhausa Pereira.

Conor McGregor, sem er nú einn af meðeigendum BKFC, tjáði sig að sjálfsögðu um málið á samfélagsmiðlum þar sem hann hraunaði yfir Jake Paul og sagði að Mike Perry vær rekinn frá BKFC. Mike Perry er auðvitað sjálfur meðeigandi að BKFC þannig það verður að teljast ólíklegt að Conor hafi völd til þess að reka hann, sérstaklega þar sem hann hefur verið að gera það reglulega gott innan sambandsins.

Jake Paul hefur núna unnið 4 í röð síðan hann tapaði fyrir Tommy Fury sem er eina tapið hans á ferlinum. Hann hefur núna unnið stór nöfn úr MMA senunni eins og Perry, Anderson Silva, Nate Diaz, Tyrone Woodley tvisvar og Ben Askrem.
Eftir þennan bardaga snýr Mike Perry sér vonandi aftur að BKFC þar sem hann hefur unnið alla sína 5 bardaga gegn krefjandi andstæðingum.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular