spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentBestu bardagar kvöldsins

Bestu bardagar kvöldsins

UFC er með ansi gott bardagakvöld á dagskrá í kvöld. Þetta verður síðasta bardagakvöld ársins en hér skoðum við aðeins bestu bardaga kvöldsins.

Stephen Thompson gegn Geoff Neal

Aðalbardagi kvöldsins er gríðarlega áhugaverður. Hér mætast tveir bardagamenn á ólíkum stað ferilsins. Stephen Thompson hefur verið einn sá besti í veltivigtinni í hálfan áratug. Hann hefur þó átt misjafnar frammistöður á síðustu árum þar sem hann sigraði Jorge Masvidal og Vicente Luque en tapaði fyrir Anthony Pettis og Darren Till. Hann hefur ekki barist í meira en eitt ár og er orðinn 37 ára gamall. Stóra spurningin er því hvort hann sé ennþá meðal þeirra allra bestu í veltivigtinni.

Að sama skapi má velta því fyrir sér hvort Geoff Neal sé tilbúinn í þá allra bestu í veltivigtinni. Neal hefur unnið alla fimm bardaga sína í UFC og þar af þrjá með rothöggi. Honum hefur verið spáð mikilli velgengni frá því hann kom í UFC og spurning hvort þær spár rætist í kvöld. Ef Neal vinnur Thompson gefur það sterklega til kynna að hann geti blandað sér í titilbaráttuna.

Jose Aldo gegn Marlon Vera

Jose Aldo er á niðurleið sem bardagamaður en hann hefur tapað þremur bardögum í röð. Það hefur allt verið gegn topp bardagamönnum í fjaðurvigt og bantamvigt en nú fær hann andstæðing sem hefur ekki verið í grennd við toppinn hingað til. Marlon Vera er engu að síður á hraðri uppleið og hefur aldrei verið betri. Ef Vera kemst í gegnum Jose Aldo er það til marks um að hann geti blandað sér í toppbaráttuna í bantamvigt. Mjög áhugaverður bardagi.

Michel Pereira gegn Khaos Williams

Þessir tveir hafa átt stutta en áhugaverða ferla í UFC. Pereira kom villtur inn á sínum tíma og var með alls konar skrípastæla en hefur aðeins róast. Khaos Williams hefur klárað báða bardaga sína með rothöggi á samanlagt 57 sekúndum. Hér er erfitt að segja hvað sé að fara að gerast en eitt er ljóst; þetta verður mjög skemmtilegur bardagi!

Marlon Moraes gegn Rob Font

Marlon Moraes hefur ekki átt góða tíma og er eins og það vanti einhvern neista í hann. Hann var frábær í aðdraganda titilbardagans gegn Henry Cejudo og í fyrstu tveimur lotunum í titilbardaganum en síðan þá hefur hann farið af sporinu. Hann lét Cory Sandhagen rota sig í október og þarf að minna á sig ef hann á ekki að falla hratt niður metorðastigann. Rob Font hefur átt góðar frammistöðu á síðustu árum og unnið þrjá af síðustu fjórum bardögum sínum. Þetta verður stórt próf fyrir hann en líka gott tækifæri fyrir Moraes að minna á sig.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular