spot_img
Tuesday, April 1, 2025
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeInnlentBjörgvin Snær dregur sig úr keppni fyrir Golden Ticket 28

Björgvin Snær dregur sig úr keppni fyrir Golden Ticket 28

Björgvin Snær Magnússon hefur dregið sig úr keppni vegna meiðsla fyrir bardagann gegn Callum Deakin sem átti að fara fram á morgun á Golden Ticket 28 í Wolverhampton, Englandi. Björgvin er mættur út en tók ákvörðunina eftir að til Wolverhampton var komið þannig hann mun sitja hjá og styðja liðsfélaga sína úr stúkunni í staðin.

Björgvin og Callum Deakin áttu að byrja main card-ið með bardaga sínum en vegna meiðsla sem Björgvin hefur verið að eiga við í rifbeini hefur hann ákveðið að láta ekki úr bardaganum verða. Áætlun hans var að keppa þrátt fyrir meiðslin og harka það af sér vegna þess hve erfitt það er fyrir íslenska bardagamenn að berjast þar sem ekki er leyfilegt að gera það heima fyrir. Keppnisreynslan sem hann og og aðrir MMA bardagamenn á áhugamannastigi komast í hér á Englandi er því dýrmæt og því skiljanlega er þetta erfið ákvörðun fyrir hann að taka.

Hinn 20 ára gamli Björgvin Snær er 1-1 sem áhugamaður í MMA en hefur ekki barist síðan í september 2023 en þrátt fyrir það hefur hann æft stöðugt og sýnt miklar framfarir og voru margir MMA aðdáendur heima fyrir oðrnir mjög spenntir fyrir endurkomu hans. Björgvin keppti síðustu helgi í hnefaleikum á HFH Open þar sem hann sigraði Dorian James Anderson frá Hnefaleikafélagi Kópavogs á sannfærandi hátt sem hann leit á sem góðan undirbúning fyrir MMA bardagann en meiðslin hafa mikil áhrif á glímugetu hans og hefur hann ekki treyst sér til að láta verða úr bardaganum.

MMA Fréttir óska Björgvini góðs bata og hlakka til að sjá hann snúa tilbaka vonandi fyrr en síðar en mikil spenna er fyrir ferli hans og er hann talinn á mjög háu stigi þrátt fyrir ungan aldur og að hafa aðeins barist tvisvar sinnum til þessa en andstæðingur hans, Callum Deakin, var á leiðinni í sinn 13. bardaga gegn Björgvini.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_imgspot_imgspot_imgspot_img

Mest Lesið