spot_img
Tuesday, April 1, 2025
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentCain Velasquez dæmdur í 5 ára fangelsi

Cain Velasquez dæmdur í 5 ára fangelsi

Fyrrum UFC þungavigtarmeistarinn Cain Velasquez var dæmdur í fimm ára fangelsi á mánudaginn fyrir skotárás árið 2022 þar sem hann elti manninn sem sakaður er um að hafa misnotað son hans.

Velasquez var dæmdur í Santa Clara-sýslu eftir að hann bar fyrir sig “no contest” um morðtilraun, líkamsárás og aðrar skyldar byssuákærur í ágúst síðastliðnum. Tíminn sem hann hefur núþegar afplánað verður talinn með.

Í febrúar 2022 skaut hinn tvöfaldi þungavigtarmeistari UFC margsinnis úr byssu á vörubíl sem flutti þrjá menn, þar á meðal hinn 46 ára Harry Goularte, sem á yfir höfði sér ákæru fyrir misnotkun á börnum, að sögn héraðssaksóknara.

Renee Hessling lögfræðingur Cain Velasquez sagði eftir að dómurinn féll: “Niðurstöðurnar eru súrsætar, við höfðum vonast eftir að Velasquez hefði sloppið við fangelsisvist en þrátt fyrir það eru staðreyndirnar skýrar. Cain Velasquez er góður maður, tryggur faðir og virtur meðlimur í samfélaginu. Það sem hann og fjölskylda hans hafa þurft að ganga í gegnum hefur verið ekkert minna en lifandi martröð, sem þau áttu ekki skilið.”

„Í gegnum þetta allt hefur Cain sýnt hugrekki og karakter,“ sagði Hessling í yfirlýsingu. „Hann hefur tekið ábyrgð á gjörðum sínum og verið dreginn til ábyrgðar. Dómurinn sem kveðinn var upp í dag endurspeglar flókið ástandið og viðurkennir manninn á bak við fyrirsagnirnar.“

Innan við viku fyrir skotárásina var Goularte handtekinn í tengslum við kynferðisbrot á 4 ára barni á daggæslu í eigu fjölskyldu hans. Honum var sleppt án tryggingar nokkrum dögum síðar. Embættismenn sögðu að honum hafi verið sleppt í stofufangelsi og verið á leiðinni til að ná í rafrænt eftirlitsarmband þegar Velasquez réðst á hann.

Velasquez skaut á vörubíl Goularte sem hann elti í 17,7 kílómetra, að sögn héraðssaksóknara. Goularte slapp ómeiddur en stjúpfaðir hans, sem ók, varð tvisvar fyrir skoti. Í hlaðvarpi fyrrverandi liðsfélaga síns Kyle Kingsbury sagði Velasquez að hvernig hann brást við væri „ekki leiðin til að gera það”.

„Við getum ekki sett lögin í okkar eigin hendur,“ sagði Velasquez. “Ég veit hvað ég gerði og ég veit að það sem ég gerði var mjög hættulegt öðru fólki. Ekki bara fólki sem tók þátt, heldur saklausu fólki. Ég skil hvað ég gerði og er tilbúinn að gera allt sem ég þarf, til að borga það til baka.”

Velasquez sagði einnig að það væri mikilvægt að vera opinn og heiðarlegur við börnin þín um hvers konar hegðun er ásættanleg og hlusta á það sem þau segja.

„Ákvörðun eins manns um að taka lögin í sínar hendur varð til þess að saklaus maður særðist og stofnaði skólabörnum, kennurum og mörgum öðrum í samfélagi okkar í hættu,“ sagði Jeff Rosen héraðssaksóknari í yfirlýsingu. „Ef þú vilt réttlæti í Santa Clara sýslu, vinsamlegast sæktu um barmerki”.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_imgspot_imgspot_imgspot_img

Mest Lesið