spot_img
Thursday, December 19, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentConor Mcgregor svaraði spurningum aðdáenda á Twitter

Conor Mcgregor svaraði spurningum aðdáenda á Twitter

Fyrrum tveggja flokka UFC meistarinn Conor McGregor svaraði spurningum aðdáanda sinna á Twitter nú á dögunum.

Conor McGregor svaraði spurningum aðdáenda undir myllumerkinu #asknotorious. Mörg svörin komu aðdáendunum eflaust mikið á óvart en hann talaði vel um flest alla aðal keppinauta sína.

Conor McGregor mun að öllum líkindum mæta Dustin Poirier í janúar en þetta verður í annað sinn sem þeir mætast. Spurningar aðdáenda og svörin má sjá hér að neðan:

Hversu lengi mun Dustin Poirier endast í seinni bardaganum?

Hvernig sérðu fyrir þér 170 punda veltivigtina? Hefuru hugsað þér að berjast aftur í þeirri þyngd?

Hvað finnst þér um Khabib Nurmagomedov sem bardagamann?


Bað Jeremy Stephens um þessa mynd með mömmu þinni?

Hvað finnst þér um Nate Diaz?

Myndiru vilja berjast aftur við Max Holloway ?


Hver er að þínu mati vanmetnasti bardagamaðurinn í UFC í dag?


Hver er harðasti maður sem þú hefur barist við?


Hvenær helduru að þú verðir orðin miljarðamæringur?


Hefuru eitthvað að segja um bardagann hjá Anderson Silva og að þetta hafi verið síðasti bardaginn hans?

Conor hefur sjálfur ekki barist síðan í janúar en þá rotaði hann Donald ‘Cowboy’ Cerrone á aðeins 40 sekúndum. Næsti bardagi hans verður á móti Dustin Poirier sem hann rotaði árið 2014 í fjaðurvigtinni. Síðan þá hefur Poirier farið upp um þyngdatflokk og sigrað tíu mjög sterka andstæðinga og aðeins tapað tveimur bördögum fyrir þeim (gegn Michael Johnsson og Khabib Nurmagomedov).

Í fyrri bardaga þeirra sigraði Conor eftir rothögg eftir aðeins 1 mínútu og 48 sekúndur. Conor er búin að gefa það fram að hann ætli að bæta þann tíma og rota hann með enn flottara höggi.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular