spot_img
Wednesday, October 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentDana White ekki bjartsýnn á að Khabib berjist aftur

Dana White ekki bjartsýnn á að Khabib berjist aftur

Dana White, forseti UFC, er ekki bjartsýnn á að Khabib Nurmagomedov muni berjast aftur. Khabib hefur áður tilkynnt að hann sé hættur en Dana hefur reynt að fá hann til að berjast einu sinni enn.

Khabib sigraði Justin Gaethje í október á síðasta ári og er hann 29-0 sem atvinnumaður. Eftir bardagann sagði Khabib að það væri of erfitt að berjast án föður síns og tilkynnti að hann væri hættur í MMA.

Síðan þá hefur Dana White reynt að sannfæra Khabib um að berjast einu sinni enn. Khabib er bara 32 ára gamall og átti Dana fund með honum á dögunum. Dana tilkynnti eftir fundinn að Khabib væri mögulega til í að berjast aftur ef hann myndi sjá einhver mögnuð tilþrif á UFC 257 frá Conor McGregor, Dustin Poirier, Michael Chandler eða Dan Hooker.

Eftir bardagakvöldið virðist Khabib hafa ákveðið að berjast ekki. „Ég talaði við Khabib. Hann sagði við mig; ‘vertu heiðarlegur, ég er miklu betri en þessir gaurar, ég vinn þá alla’. Ég veit ekki, ég er ekki mjög bjartsýnn en við sjáum til,“ sagði Dana á blaðamannafundinum eftir UFC 257.

„Hann sagðist ekki ætla að halda flokknum í gíslingu og stífla allt. Hann er þegar hættur en ég hef reynt að sannfæra hann um að berjast einu sinni enn.“

Dana mun hitta Khabib aftur á miðvikudaginn og sjá hvort ákvörðun Khabib sé endanleg. „Ég mun auðvitað tala við hann og sjá hvort hann vilji verja beltið. Ef ekki þá mun ég hætta að þrýsta á hann.“

Það virðist sem svo að Dana White hafi gefist upp á að sannfæra Khabib um að berjast aftur og er spurning hvenær nýr léttvigtarmeistari verður krýndur.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular