spot_img
Wednesday, October 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentDana White: Khabib er opinn fyrir því að snúa aftur - Myndband

Dana White: Khabib er opinn fyrir því að snúa aftur – Myndband

Hinn ósigraði Khabib Nurmagomedov er ekki búinn að læsa hurðinni á eftir sér og er reiðubúinn að doka aðeins lengur við í léttvigtinni.

Núna í kvöld kom forseti UFC fram í beinni útsendingu á UFC Fight Island 7 og tilkynnti það að léttvigtarmeistarinn sé opinn fyrir því að stíga aftur inn í búrið. Tilkynning þessi kemur í kjölfar fundar sem Dana White og Khabib áttu í gær og myndaðist hálfgert fjölmiðlafár í kringum þennan fund.

Í tilkynningu Dana kom fram að Khabib gæti hugsað sér gott til glóðarinnar og snúið aftur ef einhverjir af keppinautunum við toppinn í léttvigtinni geri eitthvað stórkostlegt í sínum næstu bardögum. Voru nöfn þeirra Conor McGregor, Dustin Poirier, Charles Olivera, Michael Chandler og Dan Hooker nefnd sérstaklega.

„Hann hefur afrekað allt sem hann ætlaði sér að afreka“ sagði Dana White að Khabib hafi sagt sér á fundinum. „Honum [Khabib] fannst Oliveira líta hrikalega vel út í bardaga sínum gegn Tony Ferguson. Næsta laugardag erum við með McGregor og Poirier og Chandler og Hooker að mætast“. Sagði Dana White og hélt áfram:

„Hann [Khabib] sagði við mig „ég ætla að horfa á þessa bardaga og sjá hvað gerist, ég myndi aldrei setja flokkinn í hnút og halda beltinu frá öllum. Þessi gæjar þurfa að gera eitthvað magnað, sýna mér eitthvað magnað og láta mig vilja koma aftur í búrið“. Svo ég hef góða tilfinningu á að ef einhver af þeim skilar sínu, hvort sem það verði í aðalbardaganum eða næst síðasta bardaganum, og eins hann [Khabib] sagði Olivera leit vel út líka. Það eru tveir bardagar næstir á dagskrá, ef einhver af þeim gerir eitthvað stórkostlegt mun Khabib vera til í að mæta þeim“

Þessari tilkynningu Dana White var beðið eftir með mikilli eftirvæntingu og eflaust margir sem hefðu óskað þess að fá beinskeyttari svör um framtíð Khabib hjá UFC. En eins og staðan er núna er Khabib kannski hættur og kannski ekki. Það veltur allt á næstu frammistöðum topp keppinauta léttvigtarinnar.

spot_img
spot_img
spot_img
Sjonni
Sjonnihttps://www.mmafrettir.is
-Bardagaáhugamaður -Fjólublátt belti í BJJ -Stjórnamaður í Mjölni -Tölvunarfræðingur
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular