spot_img
Saturday, December 21, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentDana White: Petr Yan og Jose Aldo mætast um bantamvigtartitilinn

Dana White: Petr Yan og Jose Aldo mætast um bantamvigtartitilinn

Dana White staðfesti í gærkvöldi að Henry Cejudo væri hættur. Hann sagði einnig að Petr Yan og Jose Aldo berjist um lausan titilinn í bantamvigtinni.

Dana White var í Sports Center í gær þar sem hann fór yfir stöðuna í bantamvigtinni. Beltið er nú laust og greindi Dana frá því að Jose Aldo fái titilbardaga gegn Petr Yan.

Aldo er aðeins með einn bardaga í bantamvigtinni en hann tapaði fyrir Marlon Moraes í desember í jöfnum bardaga. Þrátt fyrir tapið fékk hann titilbardaga gegn Cejudo og átti að berjast í maí. Aldo gat hins vegar ekki ferðast frá Brasilíu vegna kórónaveirunnar og kom Dominick Cruz í hans stað.

Talið er líklegt að bardaginn verði á UFC 251 þann 11. júlí í Las Vegas. Nú er spurning hvort Aldo geti ferðast til Bandaríkjanna í þetta sinn. Petr Yan er sjálfur í Tælandi og spurning hvort hann fái að ferðast til Bandaríkjanna.

Marlon Moraes átti að mæta Petr Yan í júní áður en bardagakvöldið var fellt niður vegna kórónaveirunnar. Hann situr eftir með sárt ennið þrátt fyrir að hafa fengið sigurinn gegn Jose Aldo.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular