Darren Till er loksins kominn til New York þar sem UFC 244 fer fram um helgina. Till var í vandræðum með að fá vegabréfsáritun í Bandaríkjunum en er nú mættur.
Darren Till mætir Kelvin Gastelum á UFC 244 í New York á laugardaginn. Till átti að vera löngu kominn til New York en fékk ekki vegabréfsáritun í Bandaríkjunum fyrst um sinn.
Till kom sér í vandræði á Tenerife í apríl þegar hann var ásakaður um að hafa stolið leigubíl ástam vinum sínum. Till neitaði þessum ásökunum og var yfirheyrður en málið er talið hafa valdið þessum vegabréfsvandræðum fyrir Till.
Vegabréfsáritun var útvegað fyrir Till og kom hann til New York fyrr í kvöld. Till missti því af opnu æfingunni á miðvikudaginn og fjölmiðladeginum í dag (fimmtudag). Till mun þó ræða við fjölmiðla eftir sjónvarpsvigtunina á föstudaginn.
He's here! 🇬🇧✈🗽@DarrenTill2 arrives in NYC for #UFC244!! pic.twitter.com/cvLxiZqq8r
— UFC Europe (@UFCEurope) October 31, 2019
Þetta mátti varla tæpara standa því alvöru vigtunin fer fram í fyrramálið í New York. Þetta verður fyrsti bardagi Till í millivigt en niðurskurðurinn fyrir hann í veltivigtina var erfiður.
UFC 244 fer fram á laugardaginn í Madison Square Garden.