spot_img
Thursday, November 21, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeBoxDavíð Rúnar er nýr landsliðþjálfari og ætlar sér stóra hluti á næstunni

Davíð Rúnar er nýr landsliðþjálfari og ætlar sér stóra hluti á næstunni

Davíð Rúnar tók formlega við landsliðinu í hnefaleikum í byrjun október á síðasta ári. Hann tekur við af Kolbeini “Kolla” Kristinnsyni sem ætlar að einbeita heilshugar að eiginn atvinnumannaferli. Davíð byrjaði á því að vinna þau verkefni sem Kolli hafði skipulagt út árið, en undir árs lok var komið að því að velja nýtt landslið og setja saman æfingarskipulag sem landsliðfólkið okkar kemur til með fylgja. Davíð hefur háleit markið fyrir landsliðið bæði hvað varðar árangur í hringnum á stórum mótum og landsliðsmenninguna heimafyrir. Fyrsta verkefni Davíðs sem landsliðsþjálfari er að fylgja Elmari Gauta til Spánar á Boxam.

Davíð valdi landsliðið sitt undir árslok.  

Í desember óskaði Davíð eftir því að þjálfarar hnefaleikafélaga víðsvegar um landið myndu senda til sín sitt úrtak af bardagamönnum sem ættu erindi í landsliðshóp. Eftir æfingu og ágæta prófraun dró Davíð upp landsliðsúrtakið sitt og skrifaði útskýringu til Hnefaleikasambands Íslands (HNÍ) um hverjir komust inn í hópinn og hvers vegna aðrir enduðu utan liðsins. HNÍ gerði engar athugasemdir við valið. Íslenska landsliðið í hnefaleikum skipa:  

Fullorðinsflokkur: Elmar Gauti Halldórsson (WCBA), Ísak Guðnason (VBC), Hafþór Magnússon (HFH) og Viktor Zoega (Bogatýr) 

17 – 19 ára flokkur: Erika Nótt Einarsdóttir (WCBA), Salka Vífilsdóttir (WCBA), Leó Teitsson (WCBA), Gabríel Waren (WCBA), Nóel Freyr Ragnarsson (WCBA), Eyþór Jóhannsson (WCBA) og Bededikt Gylfi Eiríksson (HFH) 

U17 flokkur: Björn Jónatan Björnsson (HAK) 

Mikið af góðum boxurum á Íslandi

Að sögn Davíðs getur verið hausverkur að velja boxari í hvert verkefni fyrir sig. Eftir allt saman þá er Ísland lítið land og þó svo að við eigum mikið af hæfileikaríkum boxurum þá gangi ekki að taka fjölda keppenda á mót á borð við Boxam til þess eins að sækja reynslu. Davíð mun einungis taka keppendur á Norðurlandamót, Boxam og önnur stór verkefni telji hann líklegt að keppandinn geti unnið til verðlauna. Mót á borð við Golden Girl, King of the Ring og Hillerød verði nýtt til þess að sækja reynslu fyrir yngri og reynslu minni keppendur, enda er flokkað eftir reynslu á þeim mótum.

Mikilvægt að landsliðið sé heild!

Davíð horfir ekki framhjá því að landsliðþjálfari gerir meira en að skipuleggja æfingar og skipa landsliðshóp – Menningin og kúltúrinn í kringum liðið verður að vera góður. Box getur verið einmanaleg íþrótt og þess vegna sé liðsheild mikilvæg. Davíð segir að það sé fegurð í því að menn gangi í gegnum þjáningar saman og svo þegar kemur að keppnisdegi, þá sé keppandinn með hóp af fólki á hliðarlínunni sem veit upp á hár hvað bardagamaðurinn í hringum gékk í gegnum í undirbúningnum fyrir bardagann.

Ég vill samt að þeir sem séu í landsliðinu sjái mig sem landsþjálfara og að ég sé að gera nýtt lið, en ekki blöndu af öllum liðunum. Heldur að þetta lið sem landsliðið er upplifi sem hóp! Þau koma saman að hita upp, þau æfa saman sömu drillurnar, þau taka cooldown saman og teygja saman… þannig að þetta sé pínu grúbba. 

Davíð Rúnar í samtali við MMA Fréttir

Stemningin í boxinu á Íslandi er góð 

Davíð segir að samvinnan milli klúbba á Íslandi í dag sé mjög góð og meiri en hefur tíðkast áður fyrr. Davíð er jafnframt í reglulegu sambandi við alla þjálfara hinna klúbbanna og segir gott og mikið traust milli hans og annara þjálfara. Sú menning og viðhorf að þjálfarar ákveðinna klúbba séu að verja sína bardagamenn frá áhrifum landsliðsþjálfara (eða annara) heyri sögunni til og núna séu allir meðvitaðir og samstíga að sameiginlegu markmiði þ.e. að sækja verðlaun á stórum mótum fyrir utan landssteinana. Hann hefur jafnframt gefið landsliðs hópnum sínum skýr skilaboð.

Ég ætla að gera allt sem ég get til að láta ykkur [keppendur] ná í medalíur, þannig að ef að þið eruð ekki til í að leggja inn vinnuna til að ná í medalíur, þá verðið þið ekki notuð til að ná í medalíur. 

Davíð Rúnar í samtali við MMA Fréttir

Fyrir Davíð er landsliðsgallinn forréttindi og keppendur eiga að vera stoltir af því að klæðast gallanum. Þeir sem að leggja inn vinnuna og tileinka sér hópsál landsliðsins munu fara inn í hringinn vitandi að þau hafa fullt traust nýja landsliðsþjálfarans sem sjálfur leggur hjarta og sál í verkefnið.

Mynd – Instagram: @thugfather

Fyrsta landsliðverkefnið – Elmar Gauti á Boxam

Elmar Gauti er eini landsliðsmaðurinn sem Davíð tekur í fyrsta verkefnið sitt. Stefnan er sett á Boxam á Benidorm, Spáni. Boxam er gríðarlega sterkt mót þar sem keppendur eru flokkaðir í 16 manna útsláttar riðla. Elmar gæti því fengið 1 – 4 bardaga í ferðinni.

Elmar stóð sig hrikalega vel á síðasta ári og telur Davíð að Elmar sé meira en tilbúinn í keppnina. Elmar keppti á Hillerød í Oktober og gjörsigraði norska landsliðsmanninn Dennis Bøe Dahl á fyrsta degi (5-0) en tapaði svo á seinni deginum gegn dananum Sebastian Terteryan sem var um tíma á lista yfir top 10 efnilegustu boxara í heimi í sínum flokki.

Elmar keppti við hann [Sebestian] í úrslitum og vann þriðju lotuna gegn honum, sem er ógeðslega stórt. Þannig Elmar hefur alveg fengið kredit. Að standa sig svona vel á móti svona gaur lét mig alveg vita sem þjálfara að hann er alveg kominn í big dog standard.  

Davíð Rúnar í samtali við MMA Fréttir

Ísland á sama stað og Norðmenn voru fyrir nokkrum árum.

Davíð á í góðu sambandi við þjálfara norska landsliðsins sem segir okkur íslendinga vera á sama stað og þeir Norðmenn voru fyrir nokkrum árum Þ.e. að keppendurnir okkar þurfa að vinna önnur verkefni óskyld boxi samhliða keppnisferlinum. Norðmenn hafa verið að færast í þá áttina að þeirra keppendur geti einbeitt sér heilshugar að boxi, sem er menning sem tíðkast í Danmörku og annars staðar. Elmar, að sögn Davíðs, er kominn á þennan stað. Þeir hafa ákveðið að fara inn í nýtt box ár með fullum krafti og getur Elmar einbeitt sér að boxinu að fullu.

Hann getur bara einbeitt sér að boxinu og það gerir það verkum að ég sem þjálfari get bara hugsað OK hvernig get ég gert Elmar betri og þarf ekki að miða að því að hann sé á vakt þarna eða whatever… við tókum bara ákvörðun að þetta yrði árið sem við myndum fara full on í erfiðu fightana í amature og skipta svo yfir í atvinnumennsku mið-seinni part þessa árs. 

Davíð Rúnar í samtali við MMA Fréttir

Atvinnumennskan er erfið en Davíð er til í party!

Planið er að Elmar verði Pro undir lok árs. En atvinnumennskan í boxi er allt önnur dýrategund en olempísk box. Í atvinnumennskunni tíðkast að boxarar á uppleið þurfi að borga fyrir andstæðinga sína. Því getur fylgt mikill kostnaður að borga fyrir andstæðinginn sinn inn á bardagakvöld, borga honum laun og svo allan pakkann fyrir sjálfan sig. Atvinnumennskan er stórt skref og krefst sterkra bakhjarla sem eru tilbúnir að hjálpa til að dekka kostnaðinn. 

ég sjálfur vinn ekki við neitt annað en box, þetta er bara líf mitt! Ég er til í að fara í þetta ferðalag ef að menn eru tilbúnir í þetta ferðalag, bara alla fokking leið! Annars er ég ekki til í party sko, en ég er geim í party ef að menn eru til í að hugsa bara um þetta og punktur!

Davíð Rúnar í samtali við MMA Fréttir

Stórt ár framundan

Eftir stutt samtal við Davíð er alveg ljóst að hann ætlar sér stóra hluti á árinu. Íslenska landsliðið í hnefaleikum er í góðum höndum og mun stjórast af vinnusemi, metnaði sigurvilja. Fyrir utan landsliðið er stefnt að því að leiðbeina Elmari í gegnum atvinnumennskuna og fáum við Íslendingar þá okkar þriðja atvinnubardagamann í boxi.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular