spot_img
Saturday, December 21, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeBoxDavíð Rúnar tekur við landsliðinu

Davíð Rúnar tekur við landsliðinu

Lærlingar Davíðs hafa náð hrikalega góðum árangri á mótum heima og hafa síðustu tveir Icebox meistaratitlar ratað til WCBA. Davíð tekur núna við landsliði hnefaleikamanna af Gunnari Kolbeini sem stígur til hliðar og einbeitir sér að eigin ferli.

Yfirlýsing frá HNÍ:

Davíð Rúnar Bjarnason er nýr þjálfari íslenska landsliðsins í hnefaleikum. Hann tekur við starfi Gunnars Kolbeins Kristinssonar sem að mun koma til með að einbeita sér að eigin ferli en hann er atvinnumaður í hnefaleikum. Óskar Hnefaleikasambandið Kolla velgengni með sinn ferli og þakkar auðmjúklega fyrir frábær störf sem hann sinnti sem þjálfari. 

Davíð Rúnar hefur starfað sem þjálfari hjá þremur hnefaleikafélögum síðan 2018. Hann hóf störf í Æsi en tók við sem yfirþjálfari Hnefaleikafélags Reykjavíkur í Mjölni árið 2019. Í ársbyrjun 2023 færði Hnefaleikafélag Reykjavíkur sig um set og fór til World Class. Þar fékk Davíð Rúnar það verkefni að hefja hnefaleikaþjálfun í nýju húsnæði undir merkjum World Class Boxing Academy. 

Þrátt fyrir að vera nýlegt fyrirbæri er ljóst að hnefaleikum hefur verið færður aukinn slagkraftur með tilkomu landsliðs hér á landi en slíkt lið hafði ekki tíðkast fyrr en árið 2021 þegar Hnefaleikasamband Íslands sló til þess undir handleiðslu Gunnars Kolbeins. 

Þá má ljóst þykja að framtíðin er björt í íslenskum hnefaleikum og óskar stjórn Hnefaleikasambands Íslands nýjum landsliðsþjálfara velfarnaðar í starfi með tilhlökkun um ánægjulegt samstarf.

Mynd – Instagram: @thugfather
spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular