Monday, May 20, 2024
HomeInnlentReykjavík MMA sótti 2 titla til Englands

Reykjavík MMA sótti 2 titla til Englands

Bjarki Þór Pálsson og Magnús Ingi Ingvarsson leiddu sína bardagakappa til Doncaster í Englandi síðustu helgi þar sem þeirra biðu 5 bardagar á Night of Champions innan Caged Steel bardaga samtakanna. Þrír þessara bardaga voru upp á titil og einn bardaginn var frumraun Haralds Arnarsonar í atvinnumennsku. RVK MMA vann 2 titla, en þriðja titil viðureigninni sem var á milli Hrafns Þráinnsonar og Will Bean var blásin af eftir hræðilegt augnpot og bardaginn dæmdur No contest.

Aron Kevinsson sótti sigur eftir klofinn dómara úrskurð

Mynd: Egill Örn. Instagram: @eagleframe.

Aron Kevinsson barðist upp á enska superlightweight titilinn gegn Max Barnett (2-4) frá Englandi. Bardaginn var mjög jafn en það var líklega 1.lotan sem að dómararnir voru mest ósammála um. Max Barnett vann 2.lotu en hann komst tvisvar sinnum í yfirburðastöðu á gólfinu. Aron sýndi flotta takta á gólfinu þrátt fyrir að hafa lent undir og tókst Max ekki að lenda þungum höggum eða meiða Aron mikið.

Aron vann svo 3.lotu mjög sannfærandi og undir lok bardagans tóku áhorfendur að hvetja hann áfram með miklum eldmóð. Aron lét þennan auka kraft ekki fara til spillis og tók algjörlega yfir lotuna og sigldi sigrinum og titlinum heim!

Jhoan Salinas með sigur eftir rear naked choke í 1.lotu

Mynd: Egill Örn. Instagram: @eagleframe.

Jhoan Salinas mætti vel undirbúinn og stemmdur í búrið gegn Sam Brown (3-3) þegar þeir börðust upp á veltivigtar titilinn. Sam sýndi hvað hann er högg þungur í upphafi lotunnar og virtist vanka Salinas snemma. Sam leiddi bardagann svo í gólfið, en það reyndist honum dýrkeypt mistök því ekki leið að löngu fyrr en Jhoan hafði náð bakinu hans Sam og tókst Jhoani að sækja Rear Naked Choke í kjölfarið. Frábær sigur hjá Jhoani Salinas sem má vera einstaklega stoltur af sinni frammistöðu.

Hrafn Þráinson – Dramasaga, Augnpot, bölvun og 5 saumspor.

Mynd: Egill Örn. Instagram: @eagleframe.

Loka bardagi kvöldsins, það sem allir voru að bíða eftir, var viðureign Hrafns Þráinssonar gegn Will Bean. Þeir mátar eiga einmitt örlitla forsögu. Hrafn og Will mættust í Júní fyrr á árinu, en sá bardagi endaði með kostulegu klúðri tímavarðarins. Hver lota á að vera 3 mínútur á lengd en tímavörðurinn hafði einn haldið að um 5 mínútna lotur væru að ræða. Eftir þrjár og hálfa mínútu spyr Hrafn dómarann hvað sé í gangi, enda var fólk að kalla eftir því að lotan mundi klárast, en Will Bean nýtir þá tækifærið og nær Hrafni í rear naked choke, bardaginn stöðvaður og Will Bean taldi sig hafa unnið. Þar sem lotan hefði með réttu átt að vera búin var ákveðið að halda bardaganum áfram, sem endar með sigri Hrafns eftir 3 lotur. Bardaginn var svo dæmdur ógildur (No Contest) eftir keppnina og ákveðið að endurtaka bardagan aftur 2.desember. Alvöru dramasaga þarna á ferð!

Hrafn hafði greinilega æft vel og samviskusamlega, þrátt fyrir meiðsli á undirbúningstímabilinu, en hann kom Will Bean að óvart með bættu boxi og krafti í höndunum. Hrafn sló Will Bean niður í 1 lotu og var það í fyrsta sinn á ferlinum sem Hrafn slær niður andstæðinginn sinn. Hrafn heldur áfram að pressa og vinnur lotuna öruggt. Seinni lotan er örlitið jafnari en Hrafn er með yfirhöndina og lætur Will Bean finna fyrir nýbónuðu höndunum sínum! Um miðja 2.lotu gerist hið ömurlega. Will Bean stígur fram og virðist vera að slá vinnstri stungu en er með hendurnar opnar og fær Hrafn fingur frá Will mjög dúpt í augað. Í gegnum sársauka hróp frá Hrafni fór ekki á milli mála að honum var mjög brugðið og að hann fann mikið til. Læknirinn steig inn í búrið og aftur, annað skiptið í röð, var ákveðið að veifa bardagann af. Annað No Contest milli Will Bean og Hrafns.

Báðir bardagakapparnir voru sammála um að það lægi bölvun á þessum bardaga og má telja mjög ólíklegt að þær mætist aftur. Augað á Hrafni leit ílla út eftir bardagan og þurfti að sauma 5 spor á neðra augnlokið þegar Hrafn kom aftur til Íslands.

Fyrsti atvinnumanna bardagi Haralds Arnarsonar

Mynd: Egill Örn. Instagram: @eagleframe.

Haraldur Arnarson, betur þekktur sem Halli, flaug út og barðist sinn fyrsta atvinnumanna bardaga. Halli mætti Paul Buckley (10-2) fá Cork í Írlandi en Halla tókst ekki að sækja sigur gegn gríðarlega sterkum andstæðingi. Fyrsta lotan var ansi jöfn og tókst Halla að refsa Paul með góðum spörkum í fætur og halda mikilli of taktvissri hreyfingu. Í 2. Lotu tókst Paul að lesa Halla betur og trufla taktinn með vinstri stungu og náði Halla með hrikalega þungum vinnstri krók og féll Halli í gólfið í kjölfarið. Paul Buckley gerði vel í því að halda Halla í gólfinu og lét olnbogana dynja. Það má segja að þungi vinstri krókurinn hafi markað upphafið af endanum og náði Halli aldrei að komast almennilega inn í bardagann eftir þetta.

Halli átti upprunalega að mæta Gavin Lofts (2-0), en hann dró sig úr bardaganum viku fyrir kvöldið. Halli samþykkti að mæta Paul, sem var á top 10 lista yfir efnilegustu bardagamenn í Bretlandi fyrir bardagann. Úrslitin voru svekkjandi fyrir Halla, en hann má vera stoltur af frammistöðunni sinni.

Helgi Idder þurfti að sætta sig við tap.

Mynd: Egill Örn. Instagram: @eagleframe.

Þrátt fyrir góðan undirbúning og sannfærandi frammistöðu í 1.lotu, þá þurfti Helgi Idder að sætta sig við tap gegn Jacob Cartwrigt (1-0) eftir Triangle Choke í 2.lotu. Helgi byrjaði bardagann hrikalega vel og sýndi flotta kickbox takta í fyrstu lotu og tókst að mounta Jacob og lenda mörgum góðum höggum úr þeirri stöðu, sem og vinna lotuna með miklum yfirburðum.

í annarri lotu lendir Jacob hrikalega þungu höggi á Helga og nefbrýtur hann líklega. Við það fer að fossblæða úr nefinu hans Helga sem átti strax erfitt með andadrátt út af miklu blóði sem lak niður í kok. Helgi skýtur í takedown og lendir því. Það virtist vera sem svo að Helgi vildi klára lotuna ofan á Jacob í gólfinu, en Jacob var úrlausnasamur og sótti Triangle choke úr botn stöðu.

Titilvarnir framundan

Caged Steel hefur verið haldið fjórum sinnum á ári undanfarin ár og er ekki útlit fyrir að það muni breytast í komandi ári. Búast má við því að Aron Kevinsson og Jhoan Salinas muni verja titlana sína annað hvort í Caged Steel sem haldið verður í Bulgaríu í Maí eða í Doncaster í Júní.

RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular