Kristján Helgi hefur verið hreint óstöðvandi á árinu. Það var einróma dómur Fimmtu Lotunnar, MMA Frétta og ömmu þinnar að Kristján hafi verið bestur á árinu og er það í rauninni bara formsatriði að taka það fram.
Kristján sankaði að sér verðlaunum á árinu og sigraði hvert mótir á eftir öðru, þar að meðal 100 kg flokk og opinn flokk á Íslandsmeistaramótinu og Grettismótinu. Það sem stóð þó helst uppúr á árinu var glíman hans við Mohammed Avtarhanov á úrslitakvöldi Unbrokendeildarinnar í Júní. Glíman var spennandi og hörð, en að lokum bar Kristján sigur úr býtum.