spot_img
Tuesday, January 14, 2025
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentDern fór með Ribas á Arm-barinn

Dern fór með Ribas á Arm-barinn

Dern og Ribas mættust í annað skiptið á bardagaferlinum á UFC Vegas 101 í nótt. Bardaginn var spennandi að því leyti að hérna mættust sjöunda og áttunda sæti strávigtardeildarinnar og var ljóst að sigurvegarinn myndi færa sig nær titilbardaga með sigri.

Fyrsta og önnur lota voru svokallaðar gólflotur en algjörlega svart og hvítt. Í fyrri lotunni endaði Dern með tvær og hálfa mínútu ofan á í gólfinu en sagan snérist við í annarri lotu og var þá Ribas nær allan tímann með toppstöðuna. Það var ekki mikið um þung högg í lotunum tveimur en glímuperrar landsins gátu skemmt sér yfir skemmtilegum scrambles og olnbogum í gólfinu. Klárlega 1 – 1 komandi inn í þriðju lotu.

Ribas sigraði fyrri viðureignina gegn Dern og var þá mjög sjáanlegur getumunur á konunum tveimur, en í nótt sást að Dern hefur bætt sig gríðarlega mikið og flétti betur saman högg og fellutilraunir.

Í þriðju lotu ákveður Dern að reyna á clincið og endar það með að Ribas nær fellunni og toppstöðunni aftur. Dern nær að snúa stöðunni við með því að hóta armbar og endar Dern í mount. Dern færir sig ofarlega á Ribas og truflar hana mikið með ground n pound áður en hún svo læsir inn öðrum armbar með örfáar sekúndur eftir á klukkunni. Höndin hennar Ribas var alveg útrétt og pikkföst í lúkunum hennar Dern og neyddist Ribas til að sætta sig við sitt fyrsta tap fyrir uppgjafartaki á ferlinum.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Mest Lesið