spot_img
Wednesday, December 18, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentDominick Reyes og Jan Blachowicz berjast um léttþungarvigtarbeltið

Dominick Reyes og Jan Blachowicz berjast um léttþungarvigtarbeltið

Tveir titilbardagar verða á dagskrá á UFC 253 þann 26. september eftir að titilbardagi í léttþungavigt milli Dominick Reyes og Jan Blachowicz bættist við nýverið.

Fyrr í þessari viku gaf UFC það út að Reyes og Blachowicz myndu mætast í toppslag í léttþungavigtinni en síðan þá hefur veður fljótt skipast í lofti og núna hangir belti á línunni fyrir sigurvegarann í þessari viðureign. Þessar fréttir koma í kjölfarið á Jon Jones ákvað nokkuð óvænt að láta belti sitt af hendi. Samkvæmt Twitter reikningi Jones er kappinn að öllum líkindum að vippa sér upp í þungavigt.

Mun þetta verða önnur tilraun Reyes að hreppa beltið í léttþungavigtinni en í síðasta bardaga hans mistókst honum að hirða beltið af Jones í bardaga sem enn er mjög umdeildur og margir á því máli að Reyes hafi sigrað, þar á meðal hann sjálfur.

Jan Blachowicz er á góðu skriði og hefur unnið þrjá sigra í röð og sjö af síðustu átta bardögum sínum í UFC. Síðast stoppaði hann Corey Anderson og héldu margir að hann væri næstur í röðinni gegn Jones. Jon Jones var á fremsta bekk í þeim bardaga og fór vel með þeim köppum eftir bardagann.

UFC 253 stefnir í hörku kvöld með tveimur titilbardögum en í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Israel Adesanya og Paulo Costa uppá beltið í millivigtinni. Þeir hafa eldað grátt silfur saman lengi og eiga flestir von á flugeldasýningu í þeirri viðureign. Þegar þetta er skrifað á enn eftir að finna staðsetningu fyrir UFC 253 en óskað hefur verið eftir því hjá Nevada Athletic Commission að fá að halda kvöldið í APEX í Las Vegas eins og Bloody Elbow greinir frá.

Annars er nóg af spennandi viðureignum framundan í UFC en nýverið var greint frá því að Brian Ortega og Chan Sung Jung (betur þekktur sem Koren Zombie) muni mætast þann 17. október og Curtis Blaydes hittir fyrir Derrick Lewis þann 28. nóvember.

spot_img
spot_img
spot_img
Sjonni
Sjonnihttps://www.mmafrettir.is
-Bardagaáhugamaður -Fjólublátt belti í BJJ -Stjórnamaður í Mjölni -Tölvunarfræðingur
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular