spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentDonald Cerrone: Langaði bara ekki í vinnuna

Donald Cerrone: Langaði bara ekki í vinnuna

Donald Cerrone tapaði fyrir Leon Edwards á UFC bardagakvöldinu í Singapúr í gær. Cerrone glímdi við veikindi í gær og var næstum því búinn að hætta við bardagann.

Bardaginn var aðalbardagi kvöldsins í Singapúr í gær. Leon Edwards sigraði eftir einróma dómaraákvörðun og var þetta hans stærsti sigur á ferlinum.

Eftir bardagann sagðist Cerrone hafa verið veikur í gær og var nálægt því að hætta við að berjast. „Þetta er í fyrsta sinn á ferlinum þar sem ég hef næstum því hringt í Dana White og sagt ‘ég kem ekki í vinnuna í dag’. Svo leit ég í spegilinn og sagði ‘þú ert ekki þannig gerður, áfram með þig’,“ sagði Cerrone á blaðamannafundinum eftir bardagann.

„Ég var bara veikur, kastandi upp og komst ekki úr rúminu. Leið ömurlega allan morguninn og allan daginn. Mig langaði bara ekki í vinnuna, þannig leið mér. Það hefur samt ekkert að gera með það hvernig ég barðist. Ég er mjög stoltur af mér fyrir að fara fram úr og berjast. Ég er glaður og sé ekki eftir neinu.“

Cerrone hefur barist tvisvar á þessu ári og langar að taka að minnsta kosti tvo bardaga í viðbót. Cerrone á von á sínu fyrsta barni á næstu dögum en segist vera til í að mæta hverjum sem er síðar á árinu.

Hinn 35 ára Cerrone hefur tapað fjórum af síðustu fimm bardögum sínum en er ekkert á því að hætta. Cerrone vill berjast að minnsta kosti í fimm ár í viðbót og mun berjast þar til UFC segir honum að hætta.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular