Það er búið að liggja í loftinu í talsverðan tíma að Dricus Du Plessis fái Khamzat Chimaev fyrir sína þriðju titilvörn í millivigtinni og hafa óstaðfestar heimildir bent til þess að sá bardagi hafi átt að fara fram á UFC 317 í lok júní en nú hafa sögusagnir poppað upp um meiðsli hjá meistaranum.
Caio Borralho frá Fighting Nerds var ekki lengi að bregðast við fréttunum og birti færslu á X þar sem hann stingur upp á því að hann og Chimaev mætist í staðinn fyrir bráðabirgðatitilinn (Interim). Hann hefur síðan birt aðra færslu þar sem hann segir að Khamzat hafi sagt já og segir þennan bardaga geta orðið stærri en ef Khamzat hefði mætt Dricus.

Það var MMA blaðamaðurinn Kevin Iole sem birti fyrstur fréttirnar um meiðsli Dricus Du Plessis og var Khamzat Chimaev ekki lengi að bregðast við fréttunum á X og kallaði meistarann “stærsta kjaftæði”.
Colby Covington var búinn að leka fréttunum af bardaganum milli Dricus Du Plessis og Khamzat og nefndi einnig að Islam Makhachev gegn Ilia Topuria færi fram á sama viðburði. Ef millivigtartitillbardaginn er dottinn út, og í besta falli fáum við bardaga um bráðabirgðatitilinn, setur það enn meiri pressu á UFC að gera bardagann milli Islam og Topuria að veruleika til að bjarga þessum viðburði.