Thursday, October 3, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeBoxDubois stöðvar Anthony Joshua óvænt í fimmtu lotu á stjörnum-príddu kvöldi

Dubois stöðvar Anthony Joshua óvænt í fimmtu lotu á stjörnum-príddu kvöldi

Á laugardag áttust við Anthony Joshua og Daniel Dubois á glæsilegu hnefaleikakvöldi á Wembley, þar sem þeir kepptu um IBF heimsmeistaratitilinn í þungavigt. Ýmislegt hafði gengið á í aðdraganda bardagans og mátti litlu muna að til handalögmála kæmi í viðtali sem tekið var við þá stuttu áður en bardaginn fór fram. Fyrir bardagann þótti Anthony Joshua líklegri til að sigra sem er nokkuð sérstakt í ljósi þess að Anthony Joshua var að skora á Dubois sem var IBF heimsmeistarinn en óhætt er að segja að meistarinn hafi ekki tekið þeim spám þegjandi og hljóðalaust.

Dubois hafi yfirburði allan bardagann en hann kom sterkur inn í fyrstu lotu vann vel á bak við sterka stungu og slær Joshua niður í lok lotunnar, Anthony Joshua í miklu vandræðum strax í fyrstu lotu. Joshua hafði lítið af svörum við sterkum stungum frá Dubois sem gerði virkilega vel í því að setja upp sterkari högg með stungunni og koma sér undan eða verja gagnhögg frá Joshua. Yfirburðir Dubois halda áfram alveg fram í fimmtu lotu þar sem hann slær Anthony Joshua niður með glæsilegu gagnhöggi og Joshua á ekkert eftir og dómarinn klárar talninguna yfir honum. Virkilega óvænt úrslit þar sem flestir bjuggust við sigri Joshua áður en bardaginn hófst.

Fyrir bardagann var mikið talað um möguleika Anthony Joshua á því að berjast við núverandi þungavigtar meistarann sem sigraði Tyson Fury Oleksndr Usyk. Árum saman hefur þeim möguleika verið velt upp ofurbardaga milli Anthony Joshua og Tyson Fury sem bæri titilinn baráttan um Bretland en þeir eru báðir með Breskt ríkisfang en möguleikar Joshua á þessum ofurbardögum eru litlir eftir þessa frammistöðu. Með þessum sigri stækkaði Dubois stjörnumátt sinn og verður erfitt fyrir Oleksndr Usyk að réttlæta það að berjast við einhvern annan en Dubois. Daniel Dubois er þá einnig með breskt ríkisfang eins og Fury og Joshua og gæti því vel stigið inn í ofurbardaga við Fury um hver sé þungavigtar kóngur stóra Bretlands.

spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular