Thursday, October 3, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeBoxFrumvarp um lögleiðingu atvinnuhnefaleika

Frumvarp um lögleiðingu atvinnuhnefaleika

Ágúst Bjarni Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, lagði nýlega fram frumvarp um lögleiðingu atvinnuhnefaleika fyrir þingið. Lög um bann á hnefaleikum tóku gildi 29. september 1956 en 20. febrúar 2002 tóku gildi lög sem heimiluðu áhugamannahnefaleika.

Ísland á 2 hnefaleikabardagamenn á atvinnumannastigi, þau Gunnar Kolbein Kristinsson og Valgerði Guðsteinsdóttur, og það hefur reynst þeim erfitt og kostnaðarsamt að geta ekki stundað sína atvinnu á Íslandi.

Gunnar Guðjónsson, formaður Hnefaleikafélags Hafnarfjarðar og formaður mótanefndar HNÍ, var helsti drifkrafturinn á bakvið þetta frumvarp en hann var sjálfur fjórfaldur íslandsmeistari í hnefaleikum sem átti alltaf þann draum að verða atvinnumaður sem ekki varð að veruleika, að vissu leyti laganna vegna.

Ef frumvarpið verður að lögum mun það skipta sköpum fyrir komandi kynslóðir af hnefaleikafólki. Ísland á mikið af efnilegu ungu hnefaleikafólki nú þegar og eignaðist þjóðin til að mynda sinn fyrsta Norðurlandarmeistara fyrr á árinu þegar Erika Nótt Einarsdóttir hlaut þann mikla heiður.

Berglind Ósk Guðmundsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lagði frumvarp vegna bardagaíþrótta fyrir þingið snemma á síðasti ári sem m.a. var ætlað til þess að leyfi fengist fyrir iðkun blandaðra bardagalista (MMA) hér á landi. Áhugi fólks á bardagaíþróttum hefur farið vaxandi síðustu ár og nú virðist vera talsverður vilji til staðar að ná fram breytingum í þessum málum en það er mikil þörf á því fyrir fjölda fólks sem stundar þessar íþróttir og stefnir á atvinnumannaferil.

spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular