Reykjavík MMA sendir feikisterkt keppnislið á Caged Steel 38 um helgina. Keppnin fer fram í Doncaster, Englandi þar sem lið Reykjavík MMA hefur komið sér vel fyrir og eru tíðir gestir.
Við munum fá fjóra bardaga og eru þrír þeirra upp á titil. Þá stendur helst upp úr að okkar eini sanni Aron Leó mun berjast um titil í atvinnumennsku!
Við fengum til okkar Hrafn Þráinsson, betur þekktur sem „Krummi“, ásamt Kristni Dag Guðmundssyni betur þekktur sem „Kiddi“. Báðir eru þeir þjálfarar í Reykjavík MMA og mjög tengdir keppnisliðinu.
Þess má til gamans geta að Kiddi á í hrikalega rómantísku sambandi við Hákon Arnórsson sem stígur inn í búrið um helgina.