UFC voru að opinbera aðalbardagana á fyrsta PPV viðburði næsta árs, UFC 311, sem haldinn verður 18. janúar í Los Angeles, Kaliforníu. Islam Makhachev mætir Armen Tsarukyan í annað skiptið fyrir léttvigtarbeltið og Merab Dvalishvili mætir hinum ósigraða Umar Nurmagomedov fyrir sína fyrstu titilvörn í bantamvigtinni.
Islam Makhachev og Arman Tsarukyan mættust árið 2019 og var sá bardagi valinn bardagi kvöldsins. Islam hefur ekki stigið feilspor síðan en hann er á 14 bardaga sigurgöngu og hefur ekki tapað síðan 2015 í sínum öðrum UFC bardaga.
Arman er einnig á góðu róli, 4 bardaga sigurgöngu, og sigraði fyrrverandi léttvigtarmeistarann Charles Oliveira í sínum síðasta bardaga á UFC 300 í apríl.
Í co-main bardaganum mætir meistarinn Merab Dvalishvili hinum ósigraða Umar Nurmagomedov fyrir sína fyrstu titilvörn en Merab vann titilinn af Sean O´Malley í september. Umar sem er 18-0 sem atvinnumaður hefur sigrað alla 6 UFC bardaga sína og átti sannfærandi frammistöðu gegn einum besta manni í þyngdarflokknum, Cory Sandhagen, í síðasta bardaga.
Merab sem tapaði sínum fyrstu tveimur UFC bardögum hefur ekki stigið feilspor síðan og er á 11 bardaga sigurgöngu og hefur litið rosalega vel út í öllum sínum bardögum.
Fleiri bardagar hafa verið kynntir og má þar helst nefna Jiri Prochazka gegn Jamahal Hill. Báðir þessir menn hafa nýlega fengið tækifæri í titilbardaga en þurft að lúta í lægra haldi gegn meistaranum Alex Pereira. Það er því pressa á báðum mönnum að sýna og sanna hvor á skilið annað skot á meistarann.
Kevin Holland mætir Renier de Ridder, Payton Talbott mætir Raoni Barcelos, Grant Dawson mætir Diego Ferreira og margt annað skemmtilegt.
Fyrir áhugasama má finna allt cardið á tapology: https://www.tapology.com/fightcenter/events/118600-ufc-311

