spot_img
Monday, May 5, 2025
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentE. 140: Garry vs. Prates upphitun

E. 140: Garry vs. Prates upphitun

Í dag kom út 140. þáttur af Fimmtu Lotunni þar sem hitað er upp fyrir UFC Fight Night næstu helgi sem fer fram í Kansas City þar sem Ian Machado Garry og Carlos Prates mætast í aðalbardaga kvöldsins.

Ian Machado Garry tekur bardagann við Carlos Prates með innan við mánaðar fyrirvara en það er ekkert nýtt fyrir honum. Hann tók bardagann við Shavkat með örlítið styttri fyrirvara þar sem hann stóð sig vel. Garry er talinn aðeins sigurstranglegri af veðbönkum, þegar þetta er skrifað er Garry 1.85 og Prates 2.05 inná Coolbet.

Anthony “Ljónshjarta” Smith mætir í búrið í 59. skiptið sem atvinnumaður, 29. skiptið í UFC og hefur hann sagt að þetta verði hans síðasti bardagi. Tvífari Nonna, Giga Chikadze, verður í eldlínunni, hinn skrautlegi Michel Pereira er þarna líka og margir aðrir góðir bardagamenn og bardagar.

Prelims byrja kl. 22 og maincard kl. 01 á laugardaginn. Hitið upp fyrir þessa stóru skemmtun með nýja þættinum!

spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Mest Lesið