E. 97. UFC Noche eftirmálar, Valgerður Vs. O’Keefe og Bikarmót HNÍ

0
73

Það eru allir stjarfir eftir gjörsamlega bilað UFC um helgina. Noche stóðst væntingar og The Sphere kom sér á blað sem flottasti bardagavettvangur sögunnar! Dana White sagði að UFC yrði bara haldið einu sinni inn í The Sphere, the fjandinn hafi það. Gerum þetta aftur!

Sean O’Malley virtist varla mæta til leiks gegn Merab Dvalishivili og sá ekki til sólar allan tímann. Sömu sögu má segja um Alexa Grasso sem var í rauninni bara pakkað saman af Valentinu Shevchenko og lauk þar með fullkomnum þríleik þeirra á milli.

Okkar eina sanna Valgerður Guðsteinsdóttir mun mæta Íranum Shauna O’Keefe á föstudaginn. Bardaginn verður sýndur í beinni útsendingu á Minigarðinum enda er þetta eitt stærsta hnefaleikakvöld sem hefur verið sett á laggirnar í Írlandi. Bardaginn verður sýndur í beinni á UFC fightpass fyrir þá sem ætla að horfa heima.

Við rennum svo yfir viðureignirnar á bikarmóti HNÍ sem fer fram um helgina. Mótið verður haldið í húsakynnum HFH í Dalshrauni 10. Húsið opnar kl. 12 og hefjast fyrstu viðureignirnar kl. 13:00.

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.