spot_img
Wednesday, October 16, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeBoxEmin Kadri hóf feril sinn í atvinnuhnefaleikum á sama klúbb og Devin...

Emin Kadri hóf feril sinn í atvinnuhnefaleikum á sama klúbb og Devin Haney

Emin Kadri sigraði með einróma dómaraákvörðun í sínum fyrsta atvinnubardaga í hnefaleikum

Emin Kadri keppti sinn fyrsta atvinnuhnefaleikabardaga um helgina þar sem hann sigraði Isaías Reyes með einróma dómaraúrskurði 40-36 en bardaginn stóð yfir í fjórar lotur. Emin sagði í samtali við MMA-fréttir að atvinnubardagar væru öðruvísi, það væri allt öðruvísi stemning í áhorfendum, hann keppti ekki í bol og hanskarnir miklu minni. Klúbburinn sem bardaginn fór fram á var hálfgerður skemmtistaður eða veitingastaður og húsið fullt um 300 áhorfendur sem voru á staðnum og mikil gleði. Emin er mikill stemmingsmaður og var fljótur að vinna áhorfendur á sitt band þar sem hann gekk út við mexíkanska tónlist með íslenska fánann á bakinu að njóta sín eins og honum einum er lagið.

Leikáætlun Emin var að nota stunguna vel í fyrstu lotunum og koma inn mikið af skrokkhöggum sem gekk fullkomlega upp. Emin kvaðst hafa séð tækifæri til að klára bardagann með röthöggi eða tæknilegu rothöggi í þriðju lotu en mótherjinn hafi verið ólseigur og tók öllum höggum sem Emin kastaði til hans. Emin sigraði bardagann með einróma dómaraúrskurði 40-36 og sigraði því allar fjórar loturnar.

Emin byrjar atvinnuferilinn vel á sterkum sigri á sama stað og Devin Haney hóf sinn atvinnuferil og er algjör lágmarkskrafa að hann Emin okkar nái svipuðum árangri.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular