Thursday, October 3, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMoicano kom illa slasaður inní bardagann gegn Saint-Denis

Moicano kom illa slasaður inní bardagann gegn Saint-Denis

Renato Moicano átti sannkallaða meistaraframmistöðu um helgina þegar hann sigraði heimamanninn Benoit Saint-Denis á UFC Fight Night í París. Dómarinn stöðvaði bardagann milli 2. og 3. lotu eftir að Saint-Denis féll á sjónprófi. Nú hefur komið fram að Moicano kom illa slasaður inn í þennan bardaga

Moicano kom mörgum á óvart hvernig hann gjörsamlega lék sér að Benoit Saint-Denis í 1. lotu, sem margir töldu sigurstranglegri fyrirfram, og olli honum það miklum skaða að lýsendur töluðu um að þetta gæti jafnvel verið 10-7 lota. 10-7 er nánast óþekkt í MMA en allir dómarar gáfu 10-8 fyrir lotuna.

Eftir að bardaganum lauk komu út myndir sem sýna alvarleg meiðsli á hægri öxl Moicano sem hann tjáði sig um á X þar sem hann segist hafa orðið fyrir meiðslum 3 vikum fyrir bardagann og hafi ekki viljað draga sig úr keppni fyrir aðalbardaga (main event). Moicano eða hans lið hafa ekki staðfest nákvæmlega hvað gerðist en talið er að þetta sé “AC joint speration”. Hvort Moicano þurfi að gangast undir hnífinn er óvíst.

Það verður áhugavert að sjá hvað gerist næst hjá Moicano. Það er nokkuð líklegt að hann hafi á augabragði orðið uppáhalds bardagamaður ansi margra eftir frammistöðuna um helgina. Hann sagðist vilja fá auðvelda bardaga, nefndi Paddy Pimblett og Dan Hooker og kallaði þá “easy money”. Fyrir bardagann var hann í 11. sæti styrkleikalistans og það er kannski ólíklegt hann klifri of hátt þar sem BSD var í 12. en hann sýndi það og sannaði að hann á heima með hverjum sem er úr Top15 í búrinu.

spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular