spot_img
Saturday, April 26, 2025
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentEndurkrýndur fjaðurvigtarmeistari Volkanovski hefur engu gleymt

Endurkrýndur fjaðurvigtarmeistari Volkanovski hefur engu gleymt

Alexander Volkanovski sigraði Diego Lopes fyrir lausan fjaðurvigtartitilinn um helgina á UFC 314 í Miami. Margir efuðust um hinn 36 ára gamla fyrrum meistara, Alexander Volkanovski, sem hafði verið rotaður tvisvar í röð fyrir þennan bardaga en hann þaggaði niður í öllum gagnrýnisröddum með sannkallaðri meistaraframmistöðu til að endurheimta titlinn sinn.

Enginn bardagamaður yfir 35 ára aldur í léttari þyngdarflokkum hafði tekist að vinna titilinn sinn tilbaka eftir að hafa tapað honum fyrr en Volkanovski gerði það um helgina og sömuleiðis hafði enginn fyrrum meistari verið rotaður í tvígang og komið tilbaka og endurheimt titilinn sinn eftir það. En Volkanovski er heldur enginn venjulegur maður. Hann sýndi það og sannaði að hann hefur engu gleymt og var það auðsjáanlegt strax frá fyrstu lotu að gamli góði Volkanvoski var mættur aftur.

Volkanovski byrjaði bardagann mjög vel og voru fyrstu þrjár loturnar undir hans stjórn nánast allan tímann en hann var þó sleginn niður seint í annarri lotu og náði það að snúa tveimur dómurum, þeim Derek Cleary og Sal D´Amato sem gefa Lopes aðra lotuna, en Chris Lee gaf Volkanovski fyrstu þrjár. Chris Lee og Derek Cleary gáfu svo Lopes fjórðu lotuna þar sem Lopes tókst að hitta Volkanovski með mjög þungu höggi sem neyddi hann til að hörfa en allir voru sammála um að Volkanovski hafi tekið fimmtu og síðustu og vinnur Volkanovski þetta nokkuð þægilega á endanum, 49-46 hjá tveimur og 48-47 hjá einum.

Volkanovski tekst að lenda mun fleiri höggum en Lopes í öllum fimm lotunum en mjög þýðingarmikil högg frá Lopes tryggja honum ýmist aðra eða fjórðu lotu hjá dómurum.

spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Mest Lesið