spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentFabricio Werdum og Alexander Volkov verða í aðalbardaganum í London

Fabricio Werdum og Alexander Volkov verða í aðalbardaganum í London

UFC var rétt í þessu að staðfesta þungavigtarbardaga Fabricio Werdum og Alexander Volkov. Bardaginn verður aðalbardagi kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í London.

Gunnar Nelson var orðaður við aðalbardaga kvöldsins gegn Darren Till. Sá breski afþakkaði bardagann hins vegar en nú er UFC loksins komið með aðalbardaga kvöldsins.

Fabricio Werdum er fyrrum þungavigtarmeistari UFC. Hann reynir nú að eltast við þungavigtartitilinn en Werdum tapaði beltinu til núverandi meistara, Stipe Miocic.

Alexander Volkov hefur unnið alla þrjá þungavigtarbardaga sína í UFC en hann er fyrrum þungavigtarmeistari Bellator.

Gunnar Nelson hefur verið orðaður við bardagakvöldið en óljóst er hvort hann verði á kvöldinu á þessari stundu. UFC bardagakvöldið í London fer fram þann 17. mars. Forsala hófst í gær en almenn miðasala hefst á morgun, föstudag.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular