spot_img
Monday, December 23, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentFabricio Werdum sagður hafa fallið á lyfjaprófi

Fabricio Werdum sagður hafa fallið á lyfjaprófi

Fabricio Werdum er sagður hafa fallið á lyfjaprófi sem tekið var af USADA. Werdum þvertekur fyrir að hafa tekið inn einhver ólögleg efni.

Það var bara í gær sem bardagi Werdum og Alexey Oleynik var staðfestur sem aðalbardaginn á UFC bardagakvöldinu í Rússlandi í september. Nú er Werdum sagður hafa fallið á lyfjaprófi sem tekið var þann 25. apríl og er því óvissa hvort bardaginn fari fram á þessari stundu. Þetta kemur fram í tilkynningu sem UFC sendi frá sér í dag.

Umboðsmaður Werdum, Ali Abdel-Aziz, sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem hann lýsti yfir undrun sinni á niðurstöðum lyfjaprófsins. „Ég og starfsfólk UFC erum að reyna að leysa þetta vandamál í sameiningu. Ég hef fulla trú á að þetta leysist allt, þetta er bara misskilningur. Það er eitthvað ekki í lagi, Fabricio tók ekkert ólöglegt,“ segir í tilkynningunni.

Ekki er vitað hvaða efni fundust í lyfjaprófinu og á enn eftir að dæma í málinu. Nokkur fjöldi bardagamanna hafa verið að falla á lyfjaprófum USADA en náð að sýna fram á sakleysi sitt og þar af leiðandi fengið styttra bann. Má þar nefna menn á borð við Junior dos Santos og Guido Cannetti sem sýndu fram á að ólöglegu efnin í þeirra lyfjaprófum komu úr fæðubótarefnum.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular