spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentFáum við klassísk tilþrif frá Anderson Silva á morgun?

Fáum við klassísk tilþrif frá Anderson Silva á morgun?

anderson silvaUFC 208 fer fram annað kvöld þar sem goðsögnin Anderson Silva mætir Derek Brunson. Það þótti áður stórtíðindi þegar Anderson Silva var að berjast en núna er það hálfgert aukaatriði.

Anderson Silva er orðinn 41 árs gamall og hefur ekki unnið bardaga síðan í október 2012. Síðast sáum við hann tapa fyrir Daniel Cormier á UFC 200 í leiðinlegum bardaga en Anderson kom inn með aðeins nokkurra daga fyrirvara.

Við sáum þó svipmyndir af gamla góða Anderson Silva í 3. lotu gegn Daniel Cormier. Hann náði einu þungu sparki í skrokkinn á Cormier sem kveinkaði sér verulega og vonuðust margir eftir rothöggi hjá Anderson eins og í gamla daga. Það var þó auðvitað ekki raunin en það er ennþá von um eitthvað stórkostlegt þegar hann berst.

Hann getur þetta alveg ennþá þó hann sé orðinn gamall og lúinn. Ef hann sér að þú ert að tala við dómarann um að gómurinn hafi dottið úr munninum þínum þá getur hann ennþá tekið fljúgandi hné í andlitið á þér og rotað þig.

Þetta er skrítin bardagi fyrir margar sakir. Ef miðað er við styrkleikalistann er ekkert skrítið við þennan bardaga þar sem Anderson er í sjöunda sæti og Brunson í því áttunda. En þegar kemur að svona goðsögnum eins og Anderson Silva er ekki vaninn að setja þá í svona bardaga í UFC.

Þetta er bara það sem besti bardagamaður allra tíma er að gera, berjast við Derek Brunson eins og hann sé að reyna að ná í beltið sitt aftur. Yfirlýst markmið Anderson er að berjast aftur við Michael Bisping en það gæti breyst á hverri stundu. Það er smá eins og UFC viti ekki alveg hvað þeir eiga að gera við Anderson Silva. Hann er ekki að fara í einhverja skrítna og skemmtilega bardaga eins og gegn Nick Diaz heldur er hann bara að fara á móti Derek Brunson í Brooklyn.

Er UFC að bíða eftir því að hann hætti bara? Ef þeir segja upp samningnum mun Bellator 100% semja við hann og ekki vill UFC það.

Derek Brunson þarf bara að muna að hann er að berjast við 41 árs gamlan Anderson Silva. Hann á ekki að hlaupa á eftir honum eins og Forrest Griffin gerði því þetta er jú ennþá Anderson Silva. En ekki standa og bíða bara eftir því að Anderson geri eitthvað eins og hann sé ennþá besti bardagamaður heims. Brunson tók góða spretti (bókstaflega) gegn Robert Whittaker og var rotaður í 1. lotu, vonandi hefur hann lært eitthvað af því.

Hjá veðbönkum er Brunson sigurstranglegri sem hefði þótt fráleitt fyrir nokkrum árum síðan. Nánast allir vonast eftir einhverjum mögnuðum tilþrifum hjá Anderson Silva en hvort það verði raunin kemur í ljós annað kvöld þegar UFC 208 fer fram.

Til að rifja upp er hér búið að taka saman öll hans helstu tilþrif í UFC.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular