spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentGamli bardaginn: Demetrious Johnson gegn John Dodson

Gamli bardaginn: Demetrious Johnson gegn John Dodson

https://www.youtube.com/watch?v=dcBAlxLP-BU

Þeir Demetrious Johnson og John Dodson mættust fyrst um fluguvigtartitilinn í janúar 2013 í frábærum bardaga. Kapparnir munu endurtaka leikinn um helgina á UFC 191 og af því tilefni rifjum við upp fyrri bardaga þeirra.

Bardaginn var aðalbardaginn á UFC on Fox 6 bardagakvöldinu í Chicago. Þetta var jafnframt fyrsta titilvörn Johnson en bardaginn um helgina verður sjöunda titilvörn hans í UFC. Síðan bardaginn fór fram hefur Dodson sigrað alla þrjá bardaga sína og jafnað sig á krossbandsslitum. Á sama tíma hefur Johnson sigrað fimm bardaga og virðist bæta sig í hverjum bardaga.

Viðureign þeirra var einfaldlega frábær og erfiðasti bardagi Johnson hingað til. Dodson er með undarlega mikinn höggþunga miðað við mann í fluguvigtinni og sló meistarann niður þrívegis.

UFC 191 fer fram á laugardaginn og er bardagi Dodson og Johnson aðalbardagi kvöldsins. Aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl 2 og verður í beinni útsendingu á íslenskum tíma. Hér að neðan má sjá Countdown þáttinn fyrir bardaga þeirra.

https://www.youtube.com/watch?v=TWsV8sli1fI

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular