Hafþór Magnússon var annar inn í hring af Íslendingunum á Norðurlandamótinu. Andstæðingur Hafþórs, Peter Ahlberg frá Svíðþjóð, var með 84 skráða bardaga samkvæmt Eriku Nótt sem er að streyma þessu í beinni á instagram síðu sinni og er að gera vel í að lýsa bardögunum.
Hafþór byrjaði bardagann mjög vel en andstæðingur hans óx inn í bardagann og niðurstaðan var klofin dómaraákvörðun sem fór í horn andstæðingsins.
Þeir skullu illa saman með höfuðin snemma sem gæti hafa sett strik í reikning.
Þetta var skemmtilegur bardagi og gríðarlega mikil reynsla fyrir Hafþór.
Það getur vel verið að við Íslendingar séum of hlutdrægir en mörgum fannst Hafþór eiga skilið sigur