Haraldur Arnarson, Kickbox-þjálfari Reykjavík MMA, stígur inn í búrið um helgina þegar hann mætir Kunle Lawal á Caged Steel 39 á laugardaginn. Haraldur er virkilega öflugur bardagamaður og á góðan feril að baki á áhugamannastigi en hann þreytti frumraun sína sem atvinnumaður í desember í fyrra. Haraldur mætir mjög reynslumiklum andstæðingi um helgina en Kunle barðist nítján sinnum sem áhugamaður og kom höndum sínum yfir tvö belti á áhugamannastigi.
Bardaginn verður sýndur í Mini Garðinum á Laugardaginn og hefst kvöldið klukkan 17:00. Áhugasamir geta pantað borð hér. Halli er einn af átta Íselndingum sem berjast þetta kvöld.
Haraldur, oftast kallaður Halli, barðist síðast á Caged Steel 34 í desember en þá stóð til að hann myndi berjast við heimamanninn Gavin Lofts. Gavin endaði á að draga sig úr bardaganum og fékk Halli þá boð um að mæta ungstirninu Paul Buckley. Paul sigraði bardagann sannfærandi en Halli tók mikið út úr bardaganum og er reynslunni ríkari fyrir vikið.
MMA Fréttir kíktu á æfingu hjá Reykjavík MMA fyrir bardagann gegn Kunle Lawal og má með sönnu segja að Halli sé orðinn allt önnur skepna en hann var í fyrra. Halli hefur verið mjög duglegur að æfa og var sjáanlegt að Kickboxið var mjög beitt og víst að Halli er búinn að vera brýna vopnin á meðan hann leitaði eftir andstæðing til að mæta í búrinu.
Caged Steel-bardagasambandið reyndi aftur að setja saman bardaga milli Halla og Gavin, en hann vildi þá mæta Halla í léttari þyngd. Halli hafði ekki áhuga á því að fara undir 77 kg markið (veltivigt) og fékk Halli þá bardagann gegn Kunle í staðinn.
Kunle Lawl er með 16 áhugamannabardaga undir beltinu og er 1-1 sem atvinnumaður. Hann hefur reynsluna fram yfir Halla en að sama skapi er Kunle Lawl ekki ósigrandi andstæðingur og megum við bardagaáhugafólk eiga von á hrikalega spennandi viðureign þar sem vel brýndur Haraldur mætir reyndari heimamanni.
Halli mætti ásamt æfingafélaga sínum, Heklu Friðriksdóttur, í Fimmtu Lotuna rétt áður en hann hélt út til Bretlands.
Kunle Lawal skrifaði undir hjá PFL Europe í júní í fyrra en hann hefur ekki enn þá barist fyrir PFL og tekur núna bardaga hjá Caged Steel. Það er eins og er óljóst hvað varð um samninginn við PFL. Kunle „The Nigerian Ninja“ Lawal er hátt metinn í bardagasenunni og þótti vera aðeins tímaspursmál hvenær hann fengi samning hjá risabardagasambandi. Halli og Kunle Lawal eiga sameiginlegt að elska að berjast og gera það að ástríðu. MMA UK tók gott viðtal við Kunle eftir að hann skrifaði undir hjá PFL.
Haraldur hefur einnig sinnt fjölmiðlaskyldunni sinni með miklum dungaði og má sjá tvö viðtöl við Halla hér
