Bikarmótaröð HNÍ mun fara fram laugardaginn 25. janúar. Þetta er í rauninni einstakt mót þar sem aldrei hafa verið fleiri keppendur skráðir til leiks en nú – alls eru 50 keppendur skráðir! Mótaröðin mun halda þeirri mynd sem við höfum fengið að venjast, þrjú mót á 6 vikna tímabili og verður fyrsta mótið haldið í VBC, Kópavogi!
Það verður nóg um að vera í VBC á laugardaginn kemur sem og hina dagana. Mótið byrjar klukkan 13:00 og fáum við 13 viðureignir. Venjan er að mótið hefjist á þeim yngstu og léttustu og svo sé unnið sig upp um aldur og þyngd er líður á daginn.
Viðureignirnar á laugardaginn raðast svona:
50kg (U15) – Tristan Styff Vs. Hilmar Þorvaldsson
57kg (U15) – Alan Alex Szelag Vs. Sigurbergur Einar
60kg (U17)– Volodymyr Moskwychov Vs. Björn Helgi Jóhannsson
66kg (U17)– Arnar Geir Kristbjörnsson Vs. Arnar Jaki Smárason
65kg (66kg U17) – Tomas Barsciavicius Vs. Jökull Bragi Halldórsson
65kg (66kg U17) – Kormákur Steinn Jónsson Vs. Almar Sindri Daníelsson Glad
75kg – Jakub Biernat Vs. Hlynur Þorri Helguson
85kg (U17) – Adrian Pawlikowski Vs. Viktor Örn Sigurðsson
75kg – Steinar Bergsson Vs.Vitalii Korshak
75kg – Benedikt Gylfi Eiríksson Vs. William Þór Ragnarsson
80kg – Dmytro Hrachow Vs. Demario Elijah Anderson
90kg+ Deimantas Zelvys Vs. Ágúst Davíðsson
90kg+ Sigurjón GuðnasonMagnús Vs. Kolbjörn Eiríksson
MMA Fréttir mun halda úti lifandi streymi frá viðburðinum fyrir þá sem sjá sér ekki fært um að mæta. Hægt verður að nálgast streymið inni á Youtube-síðu MMA Frétta.