spot_img
Wednesday, January 15, 2025
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentHolly Holm er laus frá UFC

Holly Holm er laus frá UFC

UFC goðsögnin Holly Holm, fyrrum bantamvigtarmeistari, hefur samið við UFC og fær að ganga frá stofnuninni með tvo bardaga eftir af samningnum sínum.

Holly Holm gerði garðinn frægan þegar hún rotaði Ronda Rousey fyrst kvenna og hreppti af henni titilinn 2015. Holm hefur verið á samningi hjá UFC í 10 ár en nú skiljast leiðir og var það sameiginleg ákvörðun milli hennar og UFC. Holm barðist síðast við Kayla Harrison þegar hún bauð henni velkomna í UFC. Bardaginn endaði með rear naked choke sigri Harrison en Holm hefur átt erfitt með allra hæfileikaríkustu konurnar upp á síðkastið og líklegt að hún telji sig ekki eiga möguleika á beltinu aftur.

Holm hefur gefið í skyn að hún sé ekki hætt að berjast en vilji reyna fyrir annars staðar og þá bæði í hnefaleikum og MMA. Holm hóf að keppa í hnefaleikum sem atvinnumaður árið 2002 og tókst að næla sér í 14 heimsmeistaratitla á 11 árum. Hún var tekin inn í frægðarhöll IBHOF (International Boxing Hall of Fame) 2022. Holm var 33 – 2 í hnefaleikum þegar hún færði sig yfir í MMA.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Mest Lesið