spot_img
Wednesday, December 18, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentHvenær byrjar ONE: Unbreakable III?

Hvenær byrjar ONE: Unbreakable III?

ONE Championship verður með bardagakvöld í Singapúr á föstudaginn. Kvöldið heitir ONE: Unbreakable III.

Það er lítið um þetta kvöld að segja annað en að á þessu kvöldi eru skærustu störnur ONE Championship í fríi. Inn á milli leynast bardagar sem gætu þó verið áhugaverðir.

Bardagi milli Shoko Sato (35-16-3) og Fabricio Andrade (3-2) gæti orðið skemmtilegur. Shoko Sato hefur unnið síðustu 6 bardaga sína með rothöggi eða uppgjafartaki, þrír af þeim innan ONE. Bardagaferill Andrade fór ekki vel af stað og tapaði hann fyrstu tveimur bardögum sínum en síðan þá hefur hann unnið þrjá í röð. Það verður síðan að koma í ljós hvort að það muni fleyta honum langt gegn hinum reynslumikla Sato.

Í aðalbardaga kvölsins mætast þær Stamp Fairtex frá Tælandi og Alyona Rassohyna frá Úkraínu í atómvigtarbardaga kvenna. Stamp Fairtex er fyrrum One atómvigtar meistari í kickboxi og ONE atómvigtarmeistari í Muay Thai. Bardagaferill hennar er 5-0 í MMA og er hún á hraðri uppleið í atómvigtinni í ONE. Andstæðingur hennar, Rassohyna, þreytir frumraun sína í samtökunum á kvöldinu en hún er 12-4 sem atvinnumaður í MMA.

Fyrsti bardagi dagsins hefst kl. 12:30 í hádeginu á föstudaginn. Kvöldinu er streymt beint á Youtube rás ONE Championship

Bardagakvöldið (hefst kl. 12:30)

Atómvigt kvenna: Stamp Fairtex (5-0) gegn Alyona Rassohyna (12-4)
Bantamvigt: Shoko Sato (35-16-3) gegn Fabricio Andrade (3-2)
Strávigt: Ryuto Sawada (13-5-1) gegn Robin Catalan (10-6)
Þungavigt: Mehdi Barghi (4-2) gegn Kang Ji Won (2-0)
Léttvigt: Rahul Raju (7-5) gegn Ahmed Mujtaba (7-2)
Bantamvigt: Tial Thang (2-0) gegn Paul Lumihi (7-4)

Bardagakvöldið má sjá hér fyrir neðan

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular