Stærsta bardagakvöld ársins fer fram í kvöld og þó Jon Jones berjist ekki verður þetta frábær skemmtun. En hvenær byrjar svo fjörið?
Það verða tveir titilbardagar á dagskrá í kvöld en fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl 22:30 en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl 2 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Kvöldið er smekkfullt af geggjuðum bardögum en hér að neðan má sjá alla bardaga kvöldsins.
Aðalhluti bardagakvöldsins (hefst kl 2 á Stöð 2 Sport)
Titilbardagi í bantamvigt kvenna: Miesha Tate gegn Amanda Nunes
Þungavigt: Brock Lesnar gegn Mark Hunt
Léttþungavigt: Daniel Cormier gegn Anderson Silva
Titilbardagi í fjaðurvigt: José Aldo gegn Frankie Edgar
Þungavigt: Cain Velasquez gegn Travis Browne
Fox Sports 1 upphitunarbardagar (hefjast á miðnætti)
Bantamvigt kvenna: Cat Zingano gegn Julianna Peña
Hentivigt (171.25 pund): Johny Hendricks gegn Kelvin Gastelum
Bantamvigt: T.J. Dillashaw gegn Raphael Assunção
Léttvigt: Sage Northcutt gegn Enrique Marín
Fight Pass upphitunarbardagar (hefjast kl 22:30)
Léttvigt: Diego Sanchez gegn Joe Lauzon
Millivigt: Gegard Mousasi gegn Thiago Santos
Léttvigt: Jim Miller gegn Takanori Gomi