UFC er með bardagakvöld í Las Vegas í nótt. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Jack Hermansson og Marvin Vettori.
Það verður Evrópuslagur í aðalbardaga kvöldsins þegar sænski Norðmaðurinn Jack Hermansson tekst á við Ítalann Marvin Vettori.
Fyrsti bardagi kvöldsins hefst á miðnætti en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl. 3:00. Alla bardagana er hægt að sjá á Fight Pass rás UFC en aðalhluti bardagakvöldsins verður í beinni á ViaPlay með íslenskri lýsingu.
*Uppfært*
Þrír bardagar féllu niður fyrr í dag þar sem keppendur greindust með kórónuveiruna. Bardagakvöldið byrjar því klukkutíma síðar en upphaflega var áætlað.
Aðalhluti bardagakvöldsins (hefst kl. 3:00)
Millivigt: Jack Hermansson gegn Marvin Vettori
Hentivigt (207,5 pund*): Ovince Saint Preux gegn Jamahal Hill
Léttvigt: Gabriel Benítez gegn Justin Jaynes
Léttþungavigt: Roman Dolidze gegn John Allan Arte
Léttvigt: Matt Wiman gegn Jordan Leavitt
ESPN2 / ESPN+ upphitunarbardagar (hefjast kl. 1:00)
Bantamvigt: Louis Smolka gegn José Alberto Quiñónez
Fjaðurvigt: Ilia Topuria gegn Damon Jackson
Þungavigt: Gian Villante gegn Jake Collier
*Ovince St. Preux náði ekki vigt
Bardagar sem féllu niður:
Montana de la Rosa gegn Taila Santos
Nate Landwehr gegn Movsar Evloev
Jimmy Flick gegn Cody Durden