spot_img
Tuesday, December 17, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentIlia Topuria: Ef ég rekst á Conor McGregor verður jarðarför

Ilia Topuria: Ef ég rekst á Conor McGregor verður jarðarför

UFC Fjaðurvigtarmeistarinn Ilia Topuria hefur svarað ummælum Conors Mcgregor sem hann lét falla í lifandi streymi á dögunum þar sem Conor virtist vægast sagt vera í annarlegu ástandi.

Conor skeit yfir Topuria og fleiri og sagði að það væri “on sight” eða að til handalögmála kæmi ef þeir skyldu mætast. Topuria svaraði því í lifandi streymi á instagram ásamt Full Send MMA og sagði að Conor myndi ekki þora að horfa í augun sín ef þeir mættust því hann myndi kúka á sig. Hann sagði enn fremur að hann myndi dansa á hausnum hans ásamt ýmsu öðru ófögru og sagðist vonast til þess að rekast ekki á hann því þá yrði jarðaför.

Topuria hefur oft nefnt það að hann vilji berjast við Conor einn daginn sem hefur greinilega fallið illa í kramið hjá Íranum. Conor sagði í streyminu að Topuria minnti hann á lítinn vangefinn Artem Lobov, sem er fyrrverandi vinur hans og æfingafélagi. Lobov kærði hann nýverið vegna Proper No. Twelve viskísins.

Hann hélt áfram og sagði að Topuria væri í hans augum ekki meistari, hann væri kannski með beltið en það væri þýðingarlaust í hans höndum. Hann sagði að Holloway muni vera of léttur og snöggur fyrir hann og muni “pick him apart”.

Ilia Topuria mætir BMF meistaranum Max Holloway fyrir sína fyrstu titilvörn í fjaðurvigtinni 26. okt en hann hrifsaði beltið af Alexander Volkanovski með rothöggi í 2. lotu í febrúar, fyrr á þessu ári. Óvíst er hvenær eða öllu heldur hvort við fáum að sjá Conor McGregor berjast aftur en hegðun hans undanfarið boðar ekki gott.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular