Ilia Topuria sigraði Volkanovski með rothöggi í 2. Lotu í nótt. Samkvæmt dómurum sigraði Volkanovski fyrstu lotuna, en Topuria sá um að halda pressunni og lá í loftinu að hann myndi að lokum ná til Volkanovski með þolinmæðis vinnu.
Aðdáendur líktu Ilia Topuria mikið við Conor Mcgregor í upphituninni fyrir bardagann. Báðir voru þeir á 14 bardaga sigurgöngu og með 6-0 record í UFC áður en þeir börðust upp á fjaðurvigtar beltið. Það lá þannig í loftinu að Topuria myndi vinna sinn bardaga með rothöggi í fyrstu lotu, en í annarri lotu var það þó.
Allir dómarar voru sammála um að Volkanovski hafi unnið fyrstu lotuna. Volkanovski byrjaði bardagann á því að halda fjarlægðinni vel og nýta sér spörkin sín ein og sér. Þetta gerði bardagann svolítið styrðan, en Volkanovski réði ríkjum fyrir vikið. Topuria aðlagaði sig, hélt uppi pressunni og gekk áfram allan tímann. Undir lok lotunnar leyfði Volkanovski höndunum sínum að flæða betur og virtist fá aukið sjálfstraust í bardaganum fyrir vikið. Þetta varð auðvitað til þess að Topuria þurfti hugsa um fjölbreyttari sóknirnar frá Volkanovski, en Topuria tók þessari þróun fagnandi þar sem boxið er klárlega hans sterkasti hlið.
Önnur lotu var mjög mikið framhald af þeirri fyrri. Topuria gekk áfram og pressaði gegn Volkanovski sem hafði fundið nokkuð falskt öryggi í höndunum sínum. Endalokin komu svo þegar þrjár og hálf mínúta var liðin á 2.lotu – Topuria hafði pressað Volkanovski, sem var ansi hreyfanlegur, upp við búrið og sló flotta fléttu sem endaði á hægri krók sem rotaði Volkanovski samstundis!