Tuesday, September 10, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeBoxImane Khelif veldur ursla á Ólympíuleikunum - Allt um kynlitningamálið.

Imane Khelif veldur ursla á Ólympíuleikunum – Allt um kynlitningamálið.

Mikil umræða skapaðist í kringum hnefaleikakonuna Imane Khelif sem berst fyrir heimalandið sitt, Alsír, á Ólympíuleikunum í París. Imane hefur náð hrikalega góðum árangri í hnefaleikum í síðustu keppnum og hefur verið mjög sterk í sínum viðureignum í París. Vandamálið við Imane Khelif, ef svo má að orðum komast, er að hún þykir mjög karlaleg í útliti og hefur hún verið ásökuð um að vera karlmaður eða transkona sem keppir í kvennaflokki og þarf af leiðandi óheiðarlegur svindlari. Spjótin hafa því beinst bæði að Imane Khelif fyrir svindl sem og Ólympíusambandinu fyrir að gæta ekki að sanngjörnum og heiðarlegum leik.

Umræðan um Imane Khelif sprakk upp eftir að ítalska hnefaleikakonan Angela Carini gafst upp eftir 47 sekúndur í hringnum gegn Khelif. Carini kallaði viðureignina ósanngjarna og lét tárin falla í hringnum eftir að hafa tekið af sér hanskana. Í kjölfarið fór af stað svakaleg umræða þar sem Imane var ásökuð um svindl, Ólympíusambandið var sagt vera gildisfallið, mikið af staðreyndarvillum var deilt á netinu og allra manna augu beindust að komandi bardögum Imane Khelif til að geta hneykslast enn meira. Imane mun berjast í undanúrslitum og þykir líkleg til að vinna keppnina í heild sinni. Þetta er einstaklega áhugavert mál og mjög djúp kanínuhola sem skemmtilegt er að skoða frá mismunandi sjónhornum. 

Hver er Imane Khelif og hvað er vandamálið?

Imane Khelif er fædd og upp alin í vesturhluta Alsír. Hún hefur alltaf verið góð í íþróttum og þótti mjög efnileg í fótbolta á yngri árum. Þegar hún var 16 ára gömul byrjaði hún að stunda hnefaleika og þótti mjög efnileg þar líka. Þessi nátturulega íþróttageta var nálægt því fara í vaskinn þar sem hvorki fótbolti né hnefaleikar þóttu sérstaklega viðeigandi fyrir konur í Sahara eyðimörkinni. 

“Imane recalls how at 16 she managed to excel in football in her rural village in Tiaret in western Algeria despite football not being seen as a game fit for girls. Moreover, the boys in her village felt threatened and picked fights with her. Ironically it was her ability to dodge the boys’ punches that got her into boxing.

– UNICEF

Neistinn sem kveikti eldinn er útlítið og líkamsbyggingin hennar Imane Khelif. Það hefur farið fyrir brjóstið á fólki og gagnrýnendum hversu strákaleg Imane Khelif lítur út fyrir að vera í bland við yfirburðar úrslit sem henni hefur tekist að ná. Útlitið og getan elur upp þá tilfinningu í áhorfendum að hér sé í eitthvað óréttlæti að eiga sér stað og að konurnar sem berjast gegn Imane Khelif séu í raun að berjast við strák eða transkonu og séu þar að auki í líkamlegri hættu. Höfundur Harry Potter bókanna, J.K. Rowling, tjáði sig um stöðuna á samfélagsmiðlum og súmmerar ágætllega upp sjónarmið gagnrýnenda.

“A young female boxer has just had everything she’s worked and trained for snatched away because you allowed a male to get in the ring with her…You’re a disgrace, your ‘safeguarding’ is a joke and #Paris24 will be forever tarnished by the brutal injustice done to Carini”

– J.K. Rowling

Þar að auki er hægt að finna vísbendingar um að Imane Khelif sé með náttúrulega yfirburði í hringnum. Imane Khelif áttaði sig á því að hún væri mögulega góður boxari afþví að strákunum í þorpinu hennar gékk mjög ílla að leggja hendur á hana, hún var einungis búin að æfa hnefaleika í 3 ár þegar hún hafnaði í 17.sæti á heimsmeistaramótinu í Nýju Delí og Angela Carini, sem Imane keppti við fyrr á Ólympíuleikunum, sagði eftir viðureignina sína gegn Imane að hún hafi aldrei upplifað eins þungt högg frá stelpu áður.

Imane Khelif var dæmd úr keppni á Heimsmeistaramótinu árið 2023.

Imane Khelif keppti á heimsmeistaramótinu í hnefaleikum í Nýju Delí árið 2023 og var vísað úr keppni klukkustund áður en úrslitaviðureignin átti að fara fram. Imane Khelif var vísað frá keppni ásamt Lin Yu-ting, sem einnig keppir á Ólympíuleikunum í Paris. International Boxing Association (IBA), sem sá um og annaðist mótið, sagði að keppendurnir tveir höfðu fallið á kynjaprófi og að bæði Imane og Lin væru með XY kynlitninga, eins og tíðkast hjá karlmönnum.

“Point to note, the athletes did not undergo a testosterone examination but were subject to a separate and recognized test, whereby the specifics remain confidential. This test conclusively indicated that both athletes did not meet the required necessary eligibility criteria and were found to have competitive advantages over other female competitors.”

– International Boxing Assiciation

IBA segir að ákvörðunin um að vísa Khelif og Lin Yu-ting frá keppni hafi verið byggð á niðurstöðum prófana frá Nýju Delí 2023 og Istanbul 2022. Samkvæmt þessum prófum er Imane Khelif og Lin Yu-Ting með XY kynlitninga, en venjan er að konur séu XX og karlmenn séu XY. Það er á þeim grundvelli sem IBA vísar frá keppendunum tveimur og er líklega ástæðan fyrir því að Imane virkar karllæg í útliti. En International Boxing Association (IBA) er í dag talin ótraustverð stofnun í augum Ólympíusambandsins og vestrænna íþróttasambanda.

IBA er undir stjórn rússanns Umar Kremlev sem er sagður hafa sterk tengsl til Vladimir Putin og stórfyrirtækisins Gazprom. Það tengir Kremlev fyrir rússneksu Ólígarkastéttina, spillingarmál og pólitískt sjónarmið sem fara í berhögg við vestrænar hugmyndir og stefnur. Imane Khelif var vísað úr keppni á heimsmeistaramótinu í Nýju Delí eftir að hún sigraði rússnesku stjörnuna Azalia Amineva sem var þá ósigruð með 13 sigra sem ólympískur boxari. Amineva er í dag 21 – 0 og var tapið gegn Imane Khelif dæmt ógilt af IBA.

IBA hefur ennþá ekki birt niðurstöður kynjaprófanna en staðhæfir að rannsóknirnar hafi verið sanngjarnar, viðurkenndar og áreiðanlegar.

Þetta er eitt af fjölmörgum málum sem varð til þess að IBU missti stöðuna sína sem alþjóðlega viðurkenndur mótshaldari og fær IBU ekki lengur að annast heimsmeistaramót né Ólympíumót lengur. En það var Ólympíusambandið sem að tók ákvörðun um að taka leyfið af IBU. Þetta mál gefur mjög gaumgæfilega til kynna að það sé mikil ytri pólitík sem umliggur alþjóðlegar keppnir og að aðilar séu ekki sammála um hvernig hátta skal prófunum og meta sanngirni.

Viðkoma IBU í þessu máli skilur eftir tvær pælingar. Er það tákn um yfirburði Imane Khelif að vera eina konan í heiminum hingað til sem hefur sigrana hina óstöðvandi Azilia Amineva? og eru kynjapróf IBU marktæk þrátt fyrir möguleg spillingarmál og vantraust af hálfu Ólympíusambandsins? – Prófin sem IBU framkvæmdi eru prófin sem blaðamenn og aðrir reiða sig á í umræðunni um Imane Khelif og Lin Yu-ting.

XY litningasamsetning í konum, hvað er það (Swyer Syndrome)?

Claus Højbjerg Gravholt, prófessor í genafræði við Háskólann í Árhúsum, Danmörku, hefur tjáð sig um málið og áhrif þess að konur beri XY litningaparið sem einnig má kalla Swyer Syndrome.

Að sögn Claus Højbjerg er ómögulegt að segja að allir sem beri XY kynlitninga séu karlmenn og allir sem beri XX séu konur. Það væri auðvelt að sýna mynd af nöktun einstaklingi sem allir myndu dæma sjónrænt sem konu, en væri í raun og veru XY kona. Þar sem að XY konur eru í sjón alveg eins og XX konur á þeim stöðum sem við teljum skipta máli, er nokkuð ljóst að ekki sé um meðvitað svindl eða ásettning að ræða af hálfu Imane Khelif eða hennar teymi. Hún er ekki karlmaður og ekki transkona heldur. Hún er einfaldlega hún sjálf.

Samkvæmt Claus Højbjerg er um helmingur kvenna með XY kynlitninga ekki með leg og er hinn helmingurinn með leg en hafa ekki egg. Claus Højbjerg hefur aldrei heyrt um konu með XY kynlitninga sem getur eignast börn.

þar að auki geta konur með XY kynlitninga einnig verið með eistu og stórfenga testosterón framleiðslu. Claus segir um nýlegan skjólstæðing sinn:

“She had a normal vagina, a normal external female appearance, but did not have a uterus, and she also produced a lot of testosterone from her two testes, which were placed at the same place as the ovaries.”

– Claus Højbjerg

Hvað það felur í sér fyrir konur að vera með XY kynlitninga er ekki klippt og skorið. Það virðist vera mjög einstaklingsbundið, en getur búið til líkamleg afbrigði sem ýta undir aukna testosteron framleiðslu og þar af leiðandi líkamlega yfirburði gagnvart hefðbundnum XX kynlitningum.

Olympíusambandið segir þátttöku Imane vera mannréttindamál

Árið 2021 gerði Ólympíusambandið breytingar á reglum og skilyrðum um transgender og intersex fólk sem keppir á leikunum. Ákveðin próf voru felld úr gildi fyrir Ólympíuleikana í Tokyo og þátttökukröfurnar lækkaðar. í kjölfarið var met þátttaka transgender- og intersexfólks á OLI leikinum í Tokyo 2021 (Sem áttu að vera haldin 2020). Ólympíusambandið mætti mikilli gagnrýni þegar Laurel Hubbard uppfyllti Þátttökukröfur og fékk að keppa í kraftlyftingum í -87kg flokki kvenna.

“The new IOC Framework makes clear that no athlete has an inherent advantage & moves away from eligibility criteria focused on testosterone levels, a practice that caused harmful & abusive practices such as invasive physical examinations & sex testing”

– Chris Mosier
Laurel Hubbard eftir lyftina sína í leikunum í Tokyo.

“Every person has the right to practise sport without discrimination… All athletes participating in the boxing tournament of the Olympic Games Paris 2024 comply with the competition’s eligibility and entry regulations, as well as all applicable medical regulations set by the Paris 2024 Boxing Unit (PBU). As with previous Olympic boxing competitions, the gender and age of the athletes are based on their passport.”

– sameiginleg yfirlýsing Paris 2024 Boxing Unit og IOC

Málefni LGBTQ+ fólks í íþróttum er ekki ný á nálinni. Fyrir Ólympíusambandinu er gagnrýnin einkennd af hatursorðræðu, misskilning og ranghugmyndum. En flestir gagnrýndur telja sig byggja skoðun sína á velferð kvenna sem að keppa á Ólympíuleikinum og vilja gæta að sanngjörnum leik. Nýjasta uppákoman sem snýr að kynlitningamálinu kom eftir viðureign Svetlana Steneva gegn Lin Yu-Ting (Taiwan) þar sem að Svetlana hélt uppi X merki í tákn um XX kynlitningaparið í mótmælum við því að hafa barist við Lin Yu-Ting sem er ber líka XY kynlitninga. Svetlana neitaði að ræða við blaðamenn eftir bardagann en þjálfarinn hennar birti skýr skilaboð á blaði:

“I’m XX. Save woman sport.”

– Borislav Georgiev

þegar er öllu er á botninn hvolft þá er hægt að draga ákveðna sannleikslínu í þetta stórskemmtilega mál. Imane Khelif er ekki karlmaður, transkona né intersex einstaklingur. En er jafnframt ekki svindlari. Ef marka má IBU, sem á í pólitískum erjum OLI, eru Imane og Lin Yu-Ting með XY kynlitninga (Swyer Syndrome). Ólympíusambandið gerir ekki slíkar kynjaprófanir og telur kynlitningapör ekki veita einstaklingum náttturulega yfirburði í íþróttum. Claus Højbjerg, sérfræðingur í genafræði, segir að einkenni Swyer heilkennisins séu alls ekki klippt og skorin, en í sumum tilfellum eru þessar konur með leg, eistu og stóraukna testósteron framleiðslu. Það gæti vel útskýrt karllega ásýnd keppandanna tveggja og yfirburði, eftir því hvernig við lítum á lífið. Ólympíusambandið hefur ekki afneitað niðurstöðum prófana IBU, en þátttökuréttur Imane er byggður á mannréttindasjónarmiði Olympíusambandsins og uppfylla Imane og Lin allar þátttökukröfur sambandsins. Þátttökuskilyrðunum var breytt árið 2021 sem gerði trans- og intersexfólki auðveldara með að uppfylla skilyrðin og hætti stofnunin að kynjaprófa þátttakendur á þessum tíma. Hefur verið töluverð aukning á trans- og intersexfólki á Ólympíuleikunum síðan þá, ásamt aukinni gagnrýni á sambandið í kjölfarið. Laurel Hubbard er eftirminnilegt dæmi þar sem sambandið sætti gagnrýni eftir að hafa dregið úr kynjaprófunum. Kynlitningamálið er nýjasta umræðan í þessum flokki og er einstaklega loðið í eðli sínu.

spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular