Wednesday, June 26, 2024
spot_img
HomeBoxÍslendingar boxa víða um helgina

Íslendingar boxa víða um helgina

Elmar Gauti og Emin Kadri héldu út til Bretlands í sameiginlegt verkefni. Þeir munu keppa á Haringey Boxing Cup sem fer fram frá föstudegi til sunnudags. Á sama tíma verða strákarnir í HFH og HAK í sameiginlegri keppnisferð í Noregi og hefst keppnin á morgun, laugardag.

Haringey Boxing Cup er alþjóðlegt mót sem dregur að hæfileikaríka keppendur úr öllum heimshornum. Mótið er sýnt á DAZN, sem er virtasta hnefaleika streymisveitan í dag. 

Elmar Gauti var dreginn beint í undanúrslit og mun mæta Henry Murray frá Wolverhampton sem var einnig dreginn beint í undanúrslit í -75kg flokki. 

Emin Kadri var eins og liðsfélagi hans, dreginn beint undanúrslit, og mun mæta annað hvort Douglas Boakye (Bretlandi) eða Terry McEntee (Írlandi) í -71kg flokki. 

Benedikt Gylfi fær endurleik gegn Bilash Dmytro

Í sameiginlegri keppnisferð HFH og HAK eru þeir Alejandro Cordova, Benedikt Gylfi, Kolbeinn Nói, Björn Jónatan, Viktor Orri, Róbert Smári og Tristan Máni ásamt tveimur þjálfurum. Fallegt 9 manna teymi þar á ferð! 

Benedikt Gylfi mun leika aftur gegn Bilash Dmytro sem hann tapaði fyrir á Icebox um síðustu helgi. Þetta er upplagt tækifæri fyrir Benedikt til þess að byrja bardagann af meiri krafti og hefna fyrir tapið. 

Keppnin sjálf byrjar kl 11 á íslenskum tíma og má finna streymi á viðburðinn á knockout.no. Hér: 

https://www.knockout.no

RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular