Saturday, September 28, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeBoxJake Paul mætir Mike Perry

Jake Paul mætir Mike Perry

Jake Paul heldur sig við sömu dagsetninguna, 20. júlí, fyrir sinn næsta hnefaleika bardaga sem fer fram í Tampa, Florida. Hann þarf að bíða í 5 mánuði eftir Mike Tyson sem hann átti upphaflega að mæta en hann ætlar í millitíðinni að boxa við annan Mike í staðinn, Mike Perry.

Eins og MMA Fréttir greindu frá í lok mars kallaði Mike Perry út Jake Paul og fór hann alls ekki varlega að því. Hann sagði að Jake myndi enda grátandi í fósturstellingunni út í horni þegar hann væri búinn með hann. Mike Perry hefur verið að gera mjög góða hluti í BKFC þar sem hann hefur unnið alla 5 bardaga sína og klárað síðustu 3 andstæðinga: Fyrrverandi UFC meistarana Eddie Alvarez og Luke Rockhold, og síðast fyrrverandi UFC bardagamanninn Thiago Alves.

Vandræðabarnið Jake Paul hefur einnig verið að gera það gott á sínum atvinnumannaferli og aðeins tapað einu sinni, gegn Tommy Fury. Andstæðingar hans hafa verið vel valdir þó hann hafi vissulega mætt bæði fyrrverandi UFC meisturunum Tyron Woodley og Anderson Silva, ásamt fleiri fyrrverandi UFC bardagamönnum, þó flestir af þeim séu komnir vel yfir sitt blómaskeið og margir af þeim meiri glímukappar en boxarar. Það stóð til að Jake Paul myndi mæta Mike Tyson 20. júlí en “Iron” Mike Tyson, sem fagnar 58. afmæli sínu síðar í mánuðinum, þurfti nýverið að draga sig úr keppni og fresta viðureigninni. Nú hefur Jake Paul fengið nýjan andstæðing og mögulega sinn erfiðasta til þessa. Hann sagði svo á X að hann óttist engan mann og segir að Conor McGregor sé næstur!

spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular