Jeremy Stephens fyrrum bardagamaður UFC mun berjast við annan fyrrum UFC bardagamann Eddie Alvarez í bardagasamtökunum BKFC á knucklemania 5 sem haldið verður þann 25. janúar næstkomandi.
Stephens barðist við marga af bestu bardagamönnum heims í fjaðurvigt UFC en sjálfur kveðst hann ekki njóta þeirrar virðingar sem hann telur sig hafa átt að hafa áunnið sér yfir feril sinn. Stephens telur bardagann við Alvarez tækifæri til að svara mörgum spurningum og er einnig viss um að það að hann hafi tekið bardagann í bakgarði Alvarez ásamt því að fara upp um þyngdarflokk vera til þess fallið að sigurinn muni grípa fyrirsagnir og að Stephens verði þeirrar virðingar aðnjótandi sem hann telur sig eiga skilið. Telur Stephens að bardaginn við Alvarez sé ein mesta áhættan en mestu áhættunni fylgi oftar en ekki möguleiki á að hámarka hagnað.
Frá því að Stephens hætti að berjast hjá UFC hefur hann staldrað víða við en hann tók þrjá bardaga í PFL, hann tók einn bardaga fyrir Gamebred Boxing og þá tók hann einnig bardaga á bardagakvöldi Jake Paul þegar hann keppti við Nate Diaz. Stephens hefur þá keppt tvo bardaga í BKFC en þeir voru gegn Jimmie Rivera og Bobby Taylor.
Það er alveg ljóst að það sem Alvarez hefur áorkað í bardagaíþróttum er töluvert en hann var léttvigtarmeistari UFC áður en hann tapaði titlinum til Conor McGregor árið 2016. Þrátt fyrir flottan árangur Alvarez eru efasemdir uppi um hversu mikið sigur gegn fertugum Alvarez löngu eftir að hann náði hátindi ferils síns muni gefa fyrir arfleifð Stephens.