spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentJim Miller setti aðra fjöður í hattinn um helgina. 

Jim Miller setti aðra fjöður í hattinn um helgina. 

UFC goðsögnin Jim Miller átti aðrar flotta frammistöðu um helgina þegar hann sigraði Gabriel Benítez með Rear Naked Choke í 3. lotu. Hinn 40 ára gamli Miller á núna nokkur met innan UFC og kann svo sannanlega að kalla eftir spennandi bardögum.

Jim átti metið yfir flesta bardaga (43) og flesta sigra (26) innan UFC fyrir viðureignina og var sigur helgarinnar til þess fallinn að tryggja stöðuna hans á toppnum enn betur. Andrei Arlovski, fyrrum þungavigtameistari, er í öðru sæti á sömu mælingum með 41 bardaga í UFC og 23 sigra. Arlovski barðist við Waldo Cortes-Acosta í fremur óspennandi viðureign núna um helgina en tókst ekki að sækja sigur. Jim Miller þar með tókst að breikka bilið milli þeirra yfir flesta bardaga og flestra sigra. Það má teljast ólíklegt að Arlovski nái metunum af Miller upp úr þessu. 

Tim Miller nýtti tækifærið eftir sigurinn á Gabriel Benítez til þess að kalla út Paul Felder og vill mæta honum á UFC 300. Það væri mjög í anda Jim Miller að berjast á UFC 300, enda hefur hann barist á UFC 200 og UFC 100. Það er hálf ótrúlegt hvar hann hefur komið fyrir á 43 bardaga lífsleið sinni hjá UFC. 

Paul Felder sagði á blaðamannafundi að hann sé alvarlega að íhuga að taka bardaganum, en fjölskyldan gangi fyrir. Þar að auki er Paul Felder að lifa drauminn sinn sem kvikmyndaleikari og er þessa stundina að vinna við kvikmyndaleik. Á þessum tímapunkti má ekki ræða myndina, þannig að við UFC áhugafólkið eigum inni eina Paul Felder ráðgátu.  

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular