spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaJólaþjóðsagan: Bruce Buffer og slagsmál í lyftu!

Jólaþjóðsagan: Bruce Buffer og slagsmál í lyftu!

brucebufferJólasveinarnir 13 eru á leið til byggða. Þar sem þessi þjóðsaga er þjóðþekkt er tilvalið að rifja upp 13 skemmtilegar þjóðsögur úr bardagaheiminum.

Einhverjar af þessum sögum hafa verið staðfestar en aðrar eru einfaldlega skemmtilegar þjóðsögur sem ómögulegt er að vita hvort séu sannar eða ekki.

Bruce Buffer hefur verið kynnir fyrir UFC síðan 1996 og er yngri bróðir Michael Buffer sem er einn frægasti box kynnirinn. Það er greinilega í blóði þeirra að kynna bardaga en slagorð Bruce hefur lengi verið „It’s time“.

Jólaþjóðsaga dagsins segir frá áflogum milli Bruce Buffer og Frank Trigg en Trigg er fyrrum bardagamaður í UFC. Bruce Buffer og Frank Trigg voru að slaka á í herbergi Bruce á Hard Rock hótelinu í Las Vegas áður en þeir ákváðu að halda út á lífið. Þeir gengu út og komu sér í lyftu en í lyftunni var forseti UFC, Dana White.

Trigg byrjaði að spyrja Dana White hvenær hann fengi að keppa næst en þá tók Bruce eftir úrinu sem Dana White var með og steig fyrir framan Trigg til að skoða úrið hans. Þetta fór eitthvað fyrir brjóstið á Trigg sem sló í hálsinn á Bruce. Bruce spurði hví Trigg hefði gert þetta sem svaraði með „Hvað ætlaru að gera í því?“. Þetta kveikti í Bruce svo hann sló Trigg tvisvar í magann og brutust út slagsmál.  Þeir slógust inn í lyftunni næstu 10 hæðirnar á meðan Dana White faðmaði veggin.

Þegar lyftan var alveg að stoppa ákvað Bruce að setja hendurnar upp í loftið og hætta að slást þar sem það myndi líta illa út fyrir UFC ef tveir starfsmenn fyrirtækisins væru að slást í lyftu. Eftir þessi slagsmál þurfti Bruce Buffer að skipta úr 35.000 króna silkiskyrtunni sinni þar sem hún var blóðug eftir átökin en hann hélt svo áfram að skemmta sér út kvöldið.

spot_img
spot_img
spot_img
Brynjar Hafsteinsson
Brynjar Hafsteinsson
-Greinarhöfundur -Félagsfræðinemi HÍ -MMA-spekingur frá 1999 -Sparkboxari
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular