spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentJosé Aldo með fyrsta sigurinn síðan 2021. 

José Aldo með fyrsta sigurinn síðan 2021. 

José Aldo sneri aftur í búrið í nótt á UFC 301 sem haldið var í Rio De Janeiro. Aldo mætti funheitum Jonathan Martinez í Co-main event kvöldsins og sýndi hann mikla yfirburði og reynslu. Aldo mun þurfa að semja aftur við UFC ef hann vill berjast aftur fyrir samtökin, en hann skildi hanskana ekki eftir í búrinu eins og búist var við fyrir bardagann.

Aldo sigraði síðast Rob Font í desember 2021 og tók sér langa pásu frá búrinu eftir tap gegn Merab Dvalishvili 2022. Aldo hefur síðan þá haldið sér ágætlega ferskum með vel völdum hnefaleikabardögum og er ennþá ósigraður sem boxari eftir að hann kvaddi búrið. 

Það var mikil spenna í loftinu í nótt þegar José Aldo sneri til baka og fékk hann konunglegar viðtökur frá áhorfendum. 

Aldo mætti Jonathan Martinez (19-5) sem hefur litið hrikalega vel út undanfarið og stefndi óðfluga á titilbardaga í fjaðurvigtinni. Veðbankarnir spáðu Martinez sigri en þegar bardaginn byrjaði var ljóst að Aldo hafði engu gleymt og virkaði Martinez hálf stjörnustjarfur yfir því að deila búrinu með goðsögninni. 

Aldo sýndi vel brýndar hendur og bauð áhorfendum upp á hnefaleikasýningu. Aldo notaðist mikið við bein högg niður miðjuna og virkilega flottar fléttur í skrokkinn á Martinez. Jafnframt sýndi Aldo að hann var með svör við öllum vopnunum hans Martinez, sem er þekktur fyrir góð spörk, hátt tempó og góðar hreyfingar.

Aldo vann allar loturnar samkvæmt dómurunum og var Martinez virkilega miður sín eftir bardagann. Þá sýndi Aldo sitt rétta eðli og tók sér langan tíma í að hressa andstæðinginn sinn við eftir bardagann áður en hann fagnaði sjálfur.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular