Upphitunin fyrir þungavigta viðureignina milli Joshua og Ngannou er byrjuð og mættust þeir á fyrsta blaðamannafundinum í gær. Bardaginn mun fara fram 8. mars í Kingdom Arena í Ríad, Sádí Arabíu.
Eins og frægt er þá tapaði Ngannou einskonar “sigurtapi” gegn Fury á síðasta ári sem varð til þess að hlutabréfin hans Ngannou í boxi juku í verði og meðan heimurinn setti stórt spurningamerki við frammistöðuna hans Tyson Fury.
Bardaginn gegn Joshua er líka annar sigurinn hans Ngannou gegn Dana White út frá politísku sjónarmiði, en margir héldu að Ngannou hafði gert stórt mistök með því að ganga burt frá UFC og skrifa ekki undir samning við þá. En box heimurinn og PFL hefur svo sannanlega reynst Francis Ngannou vel.
Það kemur svosem ekkert að óvart, en Joshua er talinn sigurstranglegri fyrir bardagann. Veðbankarnir hafa sett opnunarstuðlana á 1.36 Joshua og 3.15 Ngannou.
Blaðamannafundurinn er í fullri lengd hér: