Aðalhluti bardakvölds UFC í Kansas City var að hefjast með bardaga Ikram Aliskerov og Andre Muniz sem Aliskerov sigraði með rothöggi undir lok fyrstu lotu.
Aliskerov var búinn að vera að elta Muniz uppi allan bardagann sem dansaði ytri hringinn og reyndi að halda fjarlægð en Aliskerov var alltaf að ná inn góðum höggum þegar þeir komu saman. Að lokum lendir Aliskerov þéttum vinstri krók og Muniz dettur aftur fyrir sig. Aliskerov kláraði svo dæmið rétt áður en að lotunni lauk með grimmum höggum í gólfinu.
Aliskerov sagðist vilja berjast aftur á þessu ári í viðtalinu beint eftir bardagann og kallaði eftir Topp 10 andstæðingi í næsta bardaga. Aliskerov tapaði gegn Robert Whittaker í síðasta bardaga í júní í fyrra en annars hefur hann klárað alla hina UFC bardagana sína, sem er núna orðnir þrír talsins. Eini annar andstæðingur sem Aliskerov hefur tapað fyrir er Khamzat Chimaev en þeir mættust í Brave árið 2019.